Verslun
Leit

Hér er hægt að skoða og sækja merki KSÍ

Athugið að merki KSÍ og merki landsliðanna og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki KSÍ. 

Aðildarfélögum KSÍ er heimilt að nota merki KSÍ eða merki landsliðanna og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum í knattspyrnulegum tilgangi.  Öll óréttmæt eða óviðeigandi notkun varðar við lög og reglugerðir KSÍ.

Öðrum en samstarfsaðilum KSÍ er óheimilt að nota merki KSÍ eða merki landsliðanna og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. 

Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar KSÍ uppvísir að notkun vörumerkja sambandsins í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur KSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.

Merki KSÍ, merki landsliðanna og landsliðsbúningurinn eru skráð vörumerki og njóta verndar samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum.

Uppfært merki KSÍ (útg. 2020) dregur fram hreyfinguna og kraftinn sem býr í knattspyrnunni með þéttum formum og gegnumgangandi skálínum. Merkið er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Með skýrari fókus og stílhreinni útfærslu getur merkið nú aðlagað sig betur að fjölbreyttum snertiflötum KSÍ og staðið sterkar á velli í allri stafrænni notkun sem verður æ fyrirferðarmeiri.

Í sérstökum tilfellum er KSÍ heimilt að nota eða samþykkja aðrar útgáfur af merkinu (svart/hvíta, negatífa, upphleypta eða annað), þar sem það við.

Notkun merkis

Mikilvægt er að nota ávalt rétta útgáfu af merkinu, en það fer eftir því hvaða bakgrunnur er notaður.

  • Aðalútgáfuna skal ávallt notuð á hvítum bakgrunni. 
  • Svarta útgáfu á hvítum grunni má einungis nota í einstaka tilfellum. T.d. með merkjum samstarfsaðila eða þegar einungis er kostur að prenta í svörtu.
  • Nota skal hvíta útgáfu af merkinu þegar það stendur á lituðum bakgrunni.
  • Nota skal hvíta útgáfu af merkinu þegar það stendur á ljósmyndum.
KSI Logo Bluered
KSI Logo Black
Ksilogo Blar Bakgrunnur
Ksilogo Mynd Bakgrunnur

Andrými

Gæta skal þess að hafa nægilegt svæði í kringum merkið sem miðast í minnsta lagi við hæð og breidd kommunnar.

Lágmarksstærð merkisins er 8mm

Ksilogo Andrymi
Ksilogo Roundshape
Ksilogo Lagmarksstaerd

Röng notkun

  • Ekki nota merkið rautt
  • Ekki víxla litum
  • Ekki setja svarta eða hvíta línu utan um merkið
  • Ekki nota aðra liti
  • Ekki setja mynd eða grafík inn í merkið
  • Ekki nota merkið í lit á dökkum fleti eða ljósmynd
Ksilogo Rongnotkun
KSI Litir