Verslun
Leit

Árið 2024-2025 stóðu Bergið Headspace og KSÍ að verkefninu „Tæklum tilfinningar“ . Um var að ræða tvíþætt verkefni, annars vegar þar sem aðildarfélögum KSÍ bauðst að fá fræðsluerindi frá Berginu fyrir unga þátttakendur (leikmenn, þjálfara eða dómara), og hins vegar þar sem ungmennum hjá aðildarfélögum KSÍ stóð til boða að koma í einstaklingsviðtal hjá Berginu.  Verkefnið var fyrir 2. og 3. flokk.

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.