• fös. 11. sep. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19
  • Mannvirki

ÍSÍ: Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum

ÍSÍ hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum, þ.e. vegna áhorfendasvæða, fjölda í þeim og hvað hafa þarf í huga varðandi áhorfendarými. Fram kemur að leiðbeiningarnar geti "vonandi nýst þeim sem eru að taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburði sem stuðningur og leiðbeining."

Ekki er um neina breytingu að ræða á reglum sem snúa að áhorfendum og þegar hafa tekið gildi.

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net

ÍSÍ:  Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum

Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að ná hámarksfjöldanum 200 í hvert hólf þarf áhorfendarýmið því að vera 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn- og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k. 2 metrar. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið. Hver áhorfandi þarf 2 fermetra.

Tafla til viðmiðunar (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í þessum fjöldatölum enda taka ákvæði reglugerðarinnar ekki til þeirra). Þó þurfa fullorðnir að passa að vera 1 metra frá ótengdum börnum.

Stærð áhorfendarýmis í fermetrum Hámarksfjöldi áhorfenda 
 50 25    
 100  50
 150 75 
 200 100 
 250 125 
 300 150 
 350 175 
 400 200