• fim. 28. jan. 2021
  • Fundargerðir

2248. fundur stjórnar KSÍ - 19. janúar 2021

2248. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021 og hófst kl. 16:00.  Fundurinn fór fram á skrifstofum KSÍ á Laugardalsvelli.  



Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Mættur framkvæmdastjóri:  Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.   


Þetta var gert:  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

  2. Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar. 
    • Mannvirkjanefnd 16. júlí 2020
    • Fjárhags-og eftirlitsnefnd 7. janúar 2021 
    • Fjárhags-og eftirlitsnefnd 15. janúar 2021 
    • Fjárhags-og eftirlitsnefnd 18. janúar 2021 
    • Mótanefndar 11. janúar 2021

  3. 75. ársþing KSÍ, 27. febrúar 2021.
    • Rætt um fyrirkomulag þingsins og þingstað.  Miðað við núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er ólíklegt að þingið geti farið fram að Ásvöllum eins og áður var samþykkt.  Stjórn gefur sér tíma til 31. janúar til að ákveða hvort að þingið fari fram að Ásvöllum eða verði rafrænt. 
    • Rætt um dagskrá þingsins (málþing ofl.).  Dagskráin verður skoðuð frekar þegar staðsetning þings liggur fyrir. 
    • Lokadagur til að skila tillögum fyrir ársþing er 27. janúar. 
    • Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz kynnti fyrstu drög fjárhagsáætlunar 2021.  Fjárhag-og eftirlitsnefnd vakti athygli á kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu og æskilegt væri að bjóða hana út reglulega. 
    • Stjórn samþykkti að bjóða þeim félögum sem ekki fullnægja kröfum um stöðuga þátttöku sæti á þinginu sem gestum sem og fulltrúum ÍTF og Leikmannasamtakanna.
    • Rætt um kosningar og framboð á þinginu.  Kjörnefnd hefur þegar tekið til starfa við undirbúning. 

  4. Lög og reglugerðarbreytingar 
    • Rætt um reglugerð um ferðaþátttökugjald.  Fjárhags-og eftirlitsnefnd greinir málið frekar áður en lengra er haldið.

  5. Landsliðsmál
    • Guðni Bergsson formaður KSÍ greindi stjórn frá vinnu undanfarna daga í tengslum við þjálfaramál A landsliðs kvenna.  Guðna Bergssyni formanni gefið umboð til að halda vinnunni áfram og ganga til samninga.   
    • Rætt um þjálfaramál U21 karla, en gengið verður frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara á allra næstu dögum.
    • Rætt um starfsmannamál A landslið karla sem eru í vinnslu. 
    • Rætt um landsliðsþjálfaramál yngri landsliða, en gert er ráð fyrir því að gengið verði frá ráðningu á þjálfara U19 karla á allra næstu dögum.

  6. Mótamál
    • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar kynnti tillögu nefndarinnar um að fella niður keppni í futsal í ár.  Skoða þarf þátttökurétt félaga í Evrópukeppni félagsliða í futsal og var ákvörðun í málinu því frestað.
    • Rætt um lok Íslandsmótanna í knattspyrnu 2020 og þau lögfræðilegu álitamál sem upp komu í kjölfarið.  Skoðað þarf málið í tengslum við komandi tímabil. 
    • Rætt um tillögu starfshóps um fjölgun leikja í Pepsi-Max deild karla.  Vilji stjórnar stendur til þess að borin verði fram sameiginleg tillaga stjórnar KSÍ og ÍTF um þá leið sem starfshópurinn lagði til á næsta ársþingi. 
    • Rætt um verðlaunaafhendingar vegna 2020 en nú er aðeins meira svigrúm til þess að ljúka þeim. 
    • Rætt um leyfiskerfið og vallarleyfi knattspyrnuhalla.
    • Rætt var um og lagt til að tillaga eða ályktun kæmi fram frá stjórn á ársþingi með framhaldið í mótamálum gagnvart öðrum deildum. Yrði horft til þess að starfshópur/ar yrðu settir til þess að komast að niðurstöðu með breytingar á fjölda liða í deildum og mögulega úrslitakeppni eða umspil. Einnig yrði farið yfir hugmyndir um neðrideildarbikar. Yrði slík vinna í góðu samráði við aðildarfélögin og kynnt í haust og farið yfir á formanna- og framkvæmdastjórafundi. Er þá litið til þess að tillögurnar komi til samþykktar á ársþingi 2022 og til framkvæmda það sumar í mótahaldi.

  7. Skýrsla starfshóps um endurskoðun kvennaknattspyrnu
    • Borghildur Sigurðardóttir kynnti skýrslu starfshóps um endurskoðun kvennaknattspyrnu. 
    • Stjórn ræddi um næstu skref en nauðsynlegt er að finna farveg fyrir framhaldið. 
    • Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, skoðar næstu skref varðandi kynningu og framkvæmd og gefur skýrslu á næsta stjórnarfundi. 

  8. Önnur mál
    • Lagt var fram bréf frá ÍSÍ varðandi afrekssjóð ÍSÍ en umsókn KSÍ í sjóðinn var hafnað.  Fjárhags-og eftirlitsnefnd KSÍ hefur þegar fjallað um málið og lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.  Stjórn sammála því að senda ÍSÍ bréf vegna málsins.
    • Framkvæmdastjóri fór yfir úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2020, sbr. ákvæði í reglugerð sjóðsins.

      Greitt
      Afturelding - Knatthús 2500000
      Breiðablik - Endurnýjun gervigras í Fagralundi, hitalagnir, girðing o.fl. 1500000
      Breiðablik - Flóðlýsing á Kópavogsvelli 1750000
      Breiðablik - Gervigras á Kópavogsvöll, hitalagnir og vökvunarkerfi 2500000
      Breiðablik - Ný vallarklukka á Kópavogsvelli 500000
      Breiðablik - Ný vallarklukka í Fífunni 500000
      FH - Nýbygging, knatthúsið Skessan 3250000
      FH - Gervigras í knatthúsið Skessuna 1000000
      KR - Endurnýjun og umbætur sparkvallar 1750000
      Leiknir F - Endurnýjun gervigras í Fjarðarbyggðahöll 2500000
      Reynir S - Ný vallarklukka á Sandgerðisvelli 500000
      Valur - Endurnýjun á búningsklefum fyrir aðalvöll á Hlíðarenda 600000
      Breiðablik - Ný varamannaskýli á Kópavogsvelli 600000
      FH - Endurnýjun grasæfingasvæðis í Kaplakrika 1000000
      Fylkir - Ný varanleg varamannaskýli við aðalvöll 600000
      ÍBV - Nýir búningsklefar á Hásteinsvelli 4250000
      Valur - Ný sæti í áhorfendastúku á Hlíðarenda 600000

      Samþykkt frestun
      Breiðablik - Ný varamannaskýli á Kópavogsvelli 600000
      FH - Endurnýjun grasæfingasvæðis í Kaplakrika 1000000
      Fylkir - Ný varanleg varamannaskýli við aðalvöll 600000
      ÍBV - Nýir búningsklefar á Hásteinsvelli 4250000
      Valur - Ný sæti í áhorfendastúku á Hlíðarenda 600000


    • Rætt um viðauka við samning KSÍ og Reykjavíkurborgar um rekstur Laugardalsvallar.
    • Lagt fram bréf frá Stöð 2 Sport vegna útsendinga 2020.  Guðna Bergssyni formanni gefið umboð til að vinna málið áfram.   


Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:20.