Samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni
Knattspyrnuhreyfingin telur um 10% íslensku þjóðarinnar. KSÍ lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn. Samfélagsleg verkefni og þátttaka í þeim er hluti af stefnumótun KSÍ fyrir árin 2023-2026 og gert er ráð fyrir samfélagslegum verkefnum í fjárhagsáætlun hvers árs.
Í tengslum við fyrrgreinda stefnumótun KSÍ hefur jafnframt verið mótuð stefna um samfélagsleg verkefni. Í samræmi við þá stefnu velur KSÍ að hámarki tvö samfélagsleg verkefni á hverju ári og einbeitir sér að þeim. Gerður er samningur við tiltekna aðila um afmörkuð verkefni, sem geta þá staðið yfir í eitt ár eða lengur, eftir samkomulagi og umfangi verkefnis. Með þessari nálgun einbeitir KSÍ sér að tilteknum verkefnum í tiltekinn tíma, og leggur kraft í þau til að þátttakan vegi sem þyngst og geri viðkomandi verkefni og samfélaginu raunverulegt og áþreifanlegt gagn.
Við öflun og afmörkun verkefna er sérstaklega horft til tengingar við knattspyrnu og jafnframt er litið til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (UN Sustainable Development Goals) og regluverks og stuðningsnets UEFA (UEFA HatTrick V).
Í stefnu KSÍ um samfélagsleg verkefni er fjallað um val á verkefnum og grunnatriði samstarfs. Áhugasömum samtökum eða öðrum aðilum býðst að sækja um formlegt samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni. Með hverri umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um viðkomandi samtök og þeirra fulltrúa/tengiliði eins og við á, ásamt tillögu að og lýsingu á verkefni og/eða málstað. Umsóknir skulu berast með tölvupósti til Sóleyjar Guðmundsdóttur (soley@ksi.is) eigi síðar en fyrir lok mars 2024 og kemur þá verkefnið (sé það samþykkt) til framkvæmdar á komandi hausti(eða samkvæmt samkomulagi).
Opinber stefna KSÍ um samfélaglseg verkefni 2023-2026
Fyrri eða virk verkefni: