Verslun
Leit

Annað efni

Mótavakt KSÍ

Mótavakt KSÍ í síma 510-2925 er starfrækt yfir keppnistímabilið eftir lokun skrifstofu KSÍ, fram að auglýstum leiktíma í mótum í meistaraflokki. Mótavaktin er til aðstoðar ef upp kom vandamál við framkvæmd leikja, m.a. ef taka þarf ákvörðun um frestanir leikja. 

Símanúmer mótavaktar er einnig neyðarsímanúmer móta- og dómaranefndar vegna framkvæmdar leikja.

Skrifstofa KSÍ er opin mánudaga til fimmtudags frá kl. 08:00 - 16:00 og á föstudögum frá kl. 08:00 - 15:00.

Hér á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um mótahald og skjöl til niðurhals

Smelltu hér til að sækja upplýsingatöflu fyrir leiki í mótum á vegum KSÍ.  

Í töflunni er hægt að sjá á einum stað fjölda leikmanna, varamanna, skiptinga, fyrirkomulag skipinga ofl. eftir mótum á vegum KSÍ. Munur getur verið á þessum hlutum eftir mótum og aldursflokkum.  

Þar má einnig sjá hluti tengda dómgæslu, hver ber ábyrgð á dómgæslu í viðkomandi leik og þess háttar.

PDF skjal

Hér að neðan eru upplýsingar um þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2026 (futsal). Frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 12. október 2025.

Þátttökutilkynning 2026

Mótafyrirkomulag

Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og síðustu ár, þ.e. að forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum leiktíma.

Tímabil keppninnar:

  • Forkeppnin er leikin frá 14. nóvember til 21. desember.
  • Úrslitakeppni meistaraflokka verður leikin dagana 2. til 4. janúar. 
  • Í 8-liða úrslitum verður leikið á heimavöllum félaga þar sem þess er kostur.

Dómgæsla

  • Dómarar eru skipaðir af KSÍ. 

Þátttökugjald

  • Þátttökugjald vegna Íslandsmótsins innanhúss 2026 er 45.000 krónur.
  • Banki og reikningur er 101-26-700400. Kennitala KSÍ er 700169-3679
  • Vinsamlega sendið greiðslukvittun á gudnie@ksi.is

Nánari upplýsingar:

Vinsamlegast athugið að til þess að þátttökutilkynningin teljist fullgild verður undirritað eintak af þátttökutilkynningunni að berast skrifstofu KSÍ á netfangið: birkir@ksi.is.

Þátttökugögn fyrir knattspyrnumótin 2026 í meistaraflokkum hafa verið birt hér á vef KSÍ. Þátttökutilkynningum í Íslandsmót og bikarkeppni meistaraflokka ber að skila fyrir 10. nóvember.

Í öðrum mótum, þar með talið í Utandeild KSÍ, ber að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 5. janúar.

Sérstakt þátttökueyðublað verður sent út í desember fyrir yngri flokkana.

Þátttökutilkynning á vef KSÍ

Ný félög í keppni meistaraflokks 

Vakin er athygli á því að öll ný félög sem hefja keppni í meistaraflokki 2026 (deild og/eða bikar) og félög sem ekki hafa tekið þátt í keppni meistaraflokks síðustu þrjú keppnistímabil, þurfa að leggja fram með þátttökutilkynningunni eftirfarandi viðbótargögn:

  • Staðfestingu frá ÍSÍ um stofnun félagsins (ný félög).
  • Staðfestingu aðalstjórnar félagsins um heimild til þátttöku.
  • Staðfestingu viðkomandi vallaryfirvalda um heimild til afnota af leikvelli.
  • Leikmannalista – Lágmark 25 leikmenn.

Óskir félaga vegna leikja

Mótanefnd KSÍ óskar eftir því að félög komi á framfæri við nefndina þeim óskum sem þau telja að nefndin eigi að leitast við að uppfylla við niðurröðun leikja fyrir sumarið 2026.

Dæmi um óskir:

  • Framkvæmdir á leikvelli sem hafa áhrif á niðurröðun.
  • Ósk um að eiga ekki heimaleik á ákveðnum degi þar sem völlurinn er upptekinn eða viðburðir á svæðinu sem koma í veg fyrir að hægt sé að leika.
  • Ósk um að eiga ekki heimaleik í fyrstu umferð vegna vallarmála.
  • Ósk um að eiga heimaleik á ákveðnum degi vegna viðburðar á svæðinu sem gæti aukið aðsókn.
  • Óskir m.t.t. ferðatilhögunar, t.d. tímasetning útileikja.
  • Tímasetning/dagsetning heimaleikja.
  • Aðrar óskir/ábendingar. 

Upplýsingar um félög - Tengiliðaskrá

Af gefnu tilefni eru félög beðin um að uppfæra eins og við á upplýsingar um tengiliði og breytingar á símanúmerum og netföngum í gegnum aðgang yfirumsjónaraðila félagsins í Comet.  Mikilvægt er að skilaboð frá skrifstofu KSÍ komist ávallt til skila og berist til réttra aðila.

Munið að öll þátttökugögn skulu berast fyrir 10. nóvember!

Þegar tvö eða fleiri félög gera með sér samning um rekstur sameiginlegs keppnisliðs eins og heimilt er skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, gr. 14, þurfa viðkomandi félög að gera með sér samning um samstarfið og senda til KSÍ fyrir 20. janúar (með þátttökutilkynningunni).

Samningurinn þarf að innihalda a.m.k. neðangreind efnisatriði:

  1. Nöfn félaga sem í hlut eiga og í hvaða aldursflokkum / mótum samstarfið nær til.
  2. Heiti keppnisliðsins.
  3. Tímabil samningsins.
  4. Hvernig fjárhagslegri ábyrgð er skipt.
  5. Hvernig umsjón samstarfsins er háttað og hver fer með umsjónina.
  6. Staða við slit á samstarfinu, þ.e. hver heldur stöðu í deild / riðli.
  7. Annað, t.d. búningar, keppnisvöllur o.fl.
  8. Undirskriftir frá forráðamönnum viðkomandi félaga.

Úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót; 

14.gr.

Sameiginleg lið

14.1. Heimilt er tveimur félögum eða fleiri á sama landsvæði að senda sameiginlegt lið til keppni í landsmótum. Félag getur ekki tekið þátt í landsmótum með eigið lið á sama tíma og það á aðild að liði með öðru félagi eða öðrum félögum í sama aldursflokki. 

14.2. Félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni skv. þessari grein, skulu gera um það skriflegt samkomulagt og senda stjórn KSÍ til staðfestingar fyrir 20. janúar, til þess að það geti öðlast gildi á komandi keppnistímabili. Í slíku samkomulagi skal koma fram m.a. hver beri fjárhagslega ábyrgð á samstarfinu, framkvæmd samstarfsins og stöðu félaga við slit.

14.3. Ákveði tvö eða fleiri félög að senda sameiginlegt lið til þátttöku í landsmótum skal sameiginlega liðið halda sæti þess félags, sem rétt á til að leika í hæsta riðli eða deild næsta keppnistímabil.

14.4. Ákveði félag, sem á aðild að sameiginlegu liði að senda eigið lið til þátttöku í landsmótum viðkomandi aldursflokks skal líta svo á, að sameiginlega liðið hafi hætt þátttöku. Félög, sem eiga aðild að sameiginlegu liði sem hættir keppni þurfa að hefja keppni að nýju í lægsta riðli eða deild í viðkomandi aldursflokki. Félögin geta þó sótt um til stjórnar KSÍ að halda sæti sameiginlega liðsins.

Hugsanlegur samningur gæti litið svona út:

Þátttökutilkynning - Mót KSÍ í yngri flokkum og eldri flokki 2026

Þátttökugögn fyrir knattspyrnumótin 2026 hafa verið birt á vef KSÍ. Hægt er að nálgast þau hér:

Þátttökutilkynning

Fylgiskjal

Vinsamlegast kynnið ykkur allar upplýsingar á þátttökutilkynningunni sjálfri. Sendið eintak af þátttökutilkynningu fyrir 5. janúar á netfangið birkir@ksi.is.

 Fylgiskjal með þátttökutilkynningunni

Með þátttökutilkynningunni er sérstakt fylgiskjal sem félögum gefst kostur á að fylla út og senda með þátttökutilkynningunni. Er þetta gert til að hjálpa KSÍ að raða félögum rétt í deild/riðla miða við styrkleika liða.

Sameiginleg lið

Minnt er á að félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni samkvæmt 14. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, skulu gera um það skriflegt samkomulag og senda KSÍ til staðfestingar fyrir 5. janúar.

Koma þarf skýrt fram á þátttökutilkynningunni nafn sameiginlega liðsins með því að senda sér tilkynningu fyrir liðið eða handskrifa nafn sameiginlega liðsins fyrir aftan viðkomandi flokk sem um ræðir.

Handbók leikja og gögn

Handbók leikja er ætluð öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er tekið mið af leikjum í Bestu deildum og Lengjudeildum og aðalkeppni Mjólkurbikarsins.  ÍTF gefur jafnframt út sérstakar leiðbeiningar til félaga í Bestu deildum og Lengjudeildum varðandi ýmislegt sem tengist samstarfsaðilum.