Verslun
Leit

Félagaskipti

Upplýsingar um framkvæmd félagaskipta

Tölvupóstfang vegna félagaskipta: felagaskipti@ksi.is

Umsjónarmaður félagaskipta hjá KSÍ:

Félagaskipti eru framkvæmd á opnunartíma skrifstofu KSÍ mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8-16 og föstudaga frá kl. 8-15.

Eyðublöð vegna félagaskipta og samningagerðar eru neðst á þessari síðu.

Allir félagaskiptagluggar loka á miðnætti lokadags viðkomandi glugga.

Félagaskiptatímabil Bestu deilda karla og kvenna 2026

Fyrri tímabil (12 vikur): 5. febrúar til 29. apríl 2026

Sumargluggi (4 vikur): 16. júlí til 12. ágúst 2026

Félagaskiptatímabil Lengjudeild karla og kvenna og 2. deildar karla 2026

Fyrra tímabil (12 vikur): 5. febrúar til 29. apríl 2026

Sérstakt félagaskiptatímabil fyrir innlend félagaskipti: 29. apríl til 6. maí 2026.

Sérstakt sumartímabil (2 vikur): 16. júlí til 29. júlí 2026.

Félagaskiptatímabil neðri deilda karla og kvenna 2025

2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla.

Félagaskiptatímabil: 4. febrúar til 29. júlí 2026

Félagaskiptatímabil yngri flokka opnar við lok mótahalds og lokar 29. júlí.

Frekari upplýsingar um málið má finna í dreifibréfi til félaga

Leiðbeiningar um framkvæmd félagaskipta í Comet

Félagaskipti leikmanna eru heimil sem hér greinir:

10.1.1. Leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á keppnistímabilinu. Á því tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum, sbr. þó ákvæði um 4. aldursflokk  eða yngri í grein 10.1.4. Undanþága skal veitt frá þessu þegar leikmaður skiptir um félag á milli landa, og  keppnistímabil þeirra skarast þannig að í öðru landinu er tímabilið vor/haust. Þegar slíkt á við er leikmanni heimilt að leika í opinberum knattspyrnuleikjum með þremur félagsliðum á keppnistímabilinu svo fremi sem  öðrum skuldbindingum sé fullnægt.

  • Dæmi: Leikmaður kemur við sögu í Lengjubikar með uppeldsfélagi sínu, skiptir í annað félag og spilar með því í Lengjubikar/Bikarkeppni eða Íslandsmóti er búinn að leika þá fyrir tvö félög á yfirstandandi keppnistímabili. Hann getur því ekki leikið með öðru félagi né skipt tilbaka og spilað með því félagi sem hann var hjá þegar tímabil hófst.

Tímabundin félagaskipti eru aðeins heimil fyrir leikmenn sem eru á leikmannssamningi, þ.e. leikmenn á slíkum samningum sem eru hjá liðum í Bestu deildum karla og kvenna, í Lengjudeildum karla og kvenna og í 2. deild karla. Keppnisleyfi á grundvelli tímabundinna félagaskipta verður ekki gefið út nema að félög sýni fram á að þau hafi uppfyllt ákvæði 16.5 í reglugerð KSÍ um tímabundin félagaskipti leikmanna. Afrit af samningnum þarf að berast með rétt útfylltu eyðublaði.

21.3. Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila. Leikmaðursem hefur fengið tímabundin félagaskipti með lokadagsetningu eftir lok síðara félagaskiptatímabils ár hvert fær útgefið keppnisleyfi með samningsfélagi sínu að nýju eftir lok keppnistímabils sama ár og tekur gildi við upphaf næsta félagaskiptatímabils. Hámarkstími tímabundinna félagaskipta skal vera til loka keppnistímabils sama ár og gengið er frá tímabundnum félagaskiptum.

21.4. Félög, sem semja um tímabundin félagaskipti leikmanns, skulu gera um það skriflegan samning þar sem fram koma kvaðir félaganna og hlutur leikmanns og skal hann undirritaður af báðum félögum, leikmanni og forráðamanni ef við á. Komi til vanefnda af hálfu félags sem fær til sín leikmann með tímabundnum félagaskiptum skalsamningsfélag leikmanns ábyrgt fyrir efndum á leikmannssamningi hans. Brot á ákvæðum þessum skal fara með skv. kafla IX í reglugerð þessari

Samningar

Ábendingar vegna samningagerðar

Tengiliður KSÍ varðandi samninga:

Samninga skal senda á samningar@ksi.is

Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga: 

Eyðublöð vegna félagaskipta og samningagerðar eru neðst á þessari síðu.

Heimilt er að gera samning við leimann frá og með því almanaksári sem hann verður 15.ára. Ef leikmaður er 
ekki orðinn 18 ára skal forráðamaður hans einnig undirrita samninginn til að hann taki gildi. Ekki er heimilt að
gera lengri samning en til þriggja keppnistímabila við leikmann sem er yngri en 18 ára.

Eigi félagaskipti sér stað á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 23 ára gamall eða fyrr og hafi leikið
fyrir annað félag/önnur félög á Íslandi frá og með því almanaksári sem leikmaðurinn var 12 ára gamall skal
það/þau eiga hlutdeild í félagaskiptagjaldinu (á við allar greiðslur sem koma til á grundvelli samnings um 
félagaskipti hvenær og hvernig sem þær koma til greiðslu) og uppeldisbætur í þeim tilvikum sem leikmaður hefur hafnað tilboði um leikmannasamning (sjá reglugerð)

Félög í Bestu deild karla hafa aðeins þann valkost að gera leikmannssamning við leikmenn sem
leika í þeirra deild. Undanþegnir þeirri skyldu eru leikmenn 2. aldursflokks eða yngri.

Félög í Bestu deild kvenna, Lengjudeildum karla og kvenna og í 2. deild karla hafa tvo kosti
þegar samið er við leikmann. Þau geta gert leikmannssamning eða sambandssamning. Önnur félög
geta aðeins gert sambandssamning.

Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir að sambandssamningur er skilgreindur sem
áhugamannssamningur (amateur samningur) og að hann veitir félagi lítil sem engin réttindi við
félagaskipti til erlends félags (uppeldisbætur eru þó tryggðar fyrir yngri en 23 ára skv. reglum FIFA). 
Leikmannssamningur (professional samningur) veitir hins vegar full réttindi.

Í reglugerðinni segir: "Heildargreiðslur til sambandsleikmanns mega ekki fara út fyrir ramma
þessarar reglugerðar og aldrei fara yfir kr. 300.000 á ári (þ.m.t. beinn útlagður kostnaður)"

Í upphafi samnings er samningstími skilgreindur með því að rita upphafsdagsetningu og
lokadagsetningu. Upphafsdagsetning getur verið hver sem er en að öllu jöfnu er það dagsetning
undirritunar samnings. Lokadagsetning getur hins vegar aðeins verið á tímabilinu 16. nóvember til
31. desember.

Leikmannssamning er heimilt að gera til allt að fimm keppnistímabila í Bestu deild karla, en þriggja
keppnistímabila í Bestu deild kvenna, Lengjudeildum karla og kvenna og 2. deild karla. Ekki er 
heimilt að gera lengri samning en til þriggja keppnistímabila við leikmann sem er yngri en 18 ára.

Sambandssamningur getur að hámarki verið til tveggja keppnistímabila

Í reglugerðinni segir (stafliður f í 2. grein staðalsamnings): "Félagið skal ganga frá tryggingu fyrir leikmanninn, sem nær yfir slys og meiðsli við æfingar, keppni, ferðir og starf í tengslum við félagið og KSÍ, sem tryggir leikmanninum slysadagpeninga, örorkubætur og e.t.v. dánarbætur samkvæmt eftirfarandi:"

Hér er nauðsynlegt að fram komi hvað bætur leikmanni eru tryggðar. Félagi er skylt að senda KSÍ afrit af tryggingarskírteini fyrir samningsbundna leikmenn og skal það gert fyrir 30. apríl ár hvert. Í tryggingarskírteininu eða staðfestingu tryggingarfélags þarf að koma fram staðfesting á því að tryggingin nái til slysa eða meiðsla sbr. staflið f í 2. grein staðalsamnings.

Skylda er að númer tryggingaskírteinis komi fram í staðalsamningi leikmanns.

Nauðsynlegt er að tryggingin nái til allra þeirra leikja sem leikmaður tekur þátt í á vegum félagsins, þ.m.t. leiki í yngri flokkum

Í reglugerðinni segir m.a. í staflið b í 3. grein staðalsamnings): Leikmanni er heimilt að semja sérstaklega um hlutdeild í félagaskiptagjaldi við félagaskipti milli landa.

Samkvæmt samningi þessum skal hlutur leikmanns mest vera 10 %, nema fyrir liggi sérstök heimild frá KSÍ um slíkt. Þetta þýðir að hlutdeild leikmanns í félagaskiptagjaldi við félagaskipt á milli landa getur að hámarki verið 10%.

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga skal skrá á staðalsamninginn sjálfan (4. grein) öll samningsákvæði aðila (laun, hlunnindi, sektarákvæði o.fl.)

Ekki er heimilt að hafa fylgiskjöl með staðalsamningum KSÍ.

Á samningsforminu verða að koma fram upplýsingar um launakjör, í hvaða gjaldmiðli er greitt, greiðsludagar
launa (upphaf/lok mánaðar t.d.) og með hvaða hætti er greitt. (peningar, millifærsla o.s.frv.)

Skila ber samningi innan mánaðar frá undirritun til KSÍ. Skrifstofa KSÍ getur hafnað samningi vegan formgalla og skal þá báðum samningsaðilum tilkynnt um það. Skrifstofunni er einnig heimilt að veita allt að 2 vikna viðbótarskráningartíma til að bæta úr formgöllum.

Ef einhverju efnisatriði samnings er breytt eftir undirritun (og áður en honum er skilað) verða báðir aðilar að setja upphafsstafi sína við slíka breytingu. Rétt er að minna á að heimilt er að gera samning við leikmann á því almanaksári sem hann verður 15 ára. Ef leikmaður er ekki orðinn 18 ára skal forráðamaður hans einnig undirrita samninginn.

Þá þarf að koma fram hvort umboðsmaður kom fram fyrir hönd leikmannsins eða ekki og ef svo er þarf umboðsmaðurinn að undirrita staðalsamninginn.

Minnt skal á að félag og leikmaður, sem gera leikmannssamning eða sambandssamning skuldbinda sig til að hlíta lögum og reglugerðum KSÍ, UEFA og FIFA.

Jafnframt skuldbindur félagið sig til þess að hafa ekki samband við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá viðkomandi félagi. Þó er félagi heimilt að eiga í samningaviðræðum og skrifa undir samning við leikmann í öðru félagi eftir að sex mánuðir eru til loka samningstíma leikmannsins við sitt núverandi félag. Félag sem hyggst hefja samningaviðræður við leikmann, eftir að sex mánuðir eru til loka samningstíma hans við sitt núverandi félag, skal þá þegar tilkynna stjórn þess félags, um það skriflega og með sannanlegum hætti áður en samningaviðræður hefjast við leikmanninn.

Sama á við ef leikmaður hyggst setja sig í samband við annað félag eftir að sex mánuðir eru eftir af samningstíma leikmannsins. Ber leikmanni þá að tilkynna stjórn samningsfélags um það skriflega.

Leikmannssamningur á milli félags og leikmanns er skuldbindandi samningur. Hann fellur úr gildi við lok gildistíma samningsins, nema aðilar slíti samningssambandinu fyrr með gagnkvæmu samkomulagi. 

Mikilvægt er að hafa í huga að ákvæði í samningi um endurskoðun hans í heild eða að hluta eru óheimil og hafa hvorki gildi né sjálfstæða þýðingu. Ákvæði um heimild félags eða leikmanns til að segja upp leikmannssamningi, án þess að gagnaðili hafi samsvarandi gagnkvæma heimild, eru óheimil og hafa hvorki gildi né sjálfstæða þýðingu.

Samkvæmt reglugerð skal gildi leikmannssamnings ekki vera háð fyrirvara um niðurstöðu læknisskoðunar leikmanns og/eða háð útgáfu atvinnu- og dvalarleyfis leikmanns á Íslandi.

Þá er óheimilt er að setja inn í samninginn eða viðauka við hann ákvæði sem takmarka rétt félags við félagaskipti. Sem dæmi, þá getur það ekki verið hluti af samningi félags og leikmanns að félagið skuli leysa leikmanninn undan samningi ef tilboð berst í leikmanninn, né að nokkuð annað skilyrði vegna hugsanlegra framtíðarfélagaskipta leikmanns sé sett í samning fyrir því að leikmaður losni undan samningi.

Tímabundin félagaskipti eru aðeins heimil fyrir leikmenn sem eru á leikmannssamningi, þ.e. leikmenn á slíkum samningum sem eru hjá liðum í Bestu deildum karla og kvenna, í Lengjudeildum karla og kvenna og í 2. deild karla. Keppnisleyfi á grundvelli tímabundinna félagaskipta verður ekki gefið út nema að félög sýni fram á að þau hafi uppfyllt ákvæði 16.5 í reglugerð KSÍ um tímabundin félagaskipti leikmanna. Afrit af samningnum þarf að berast með rétt útfylltu eyðublaði.

"21.4. Félög, sem semja um tímabundin félagaskipti leikmanns, skulu gera um það skriflegan samning þar sem fram koma kvaðir félaganna og hlutur leikmanns og skal hann undirritaður af báðum félögum, leikmanni og forráðamanni ef við á. Komi til vanefnda af hálfu félags sem fær til sín leikmann með tímabundnum félagaskiptum skal samningsfélag leikmanns ábyrgt fyrir efndum á leikmannssamningi hans."

Kvenkyns leikmenn eiga rétt á fæðingarorlofi á meðan samningstímabili stendur. Skulu greiðslur í fæðingarorlofi nema 2/3 hluta samningsbundinna greiðslna samkvæmt leikmannasamningi. Veiti ákvæði í lögum eða kjarasamningi á milli fulltrúa atvinnurekanda/félaga og launafólks/leikmanna, sem bindur samningsapila, leikmanni betri rétt, þá ganga þau framar.

Ákvæði í samningi um heimild félags til að segja upp samningi við kvenkyns leikmann vegan þungunar, barneignar eða vegna töku fæðingarorlofs á gildistíma samnins eru óheimil.

Hafi samningi verið rift vegna þungunar eða barneignar leikmanns, skulu bætur reiknast til leikmanns.