Verslun
Leit
SÍA
Leit

10. ágúst 2006

Ísland leikur í nýjum búningum

Íslenska landsliðið mun leika í glænýjum búningum í vináttulandsleik þeirra gegn Spáni, 15. ágúst nk.  Um er að ræða nýja búninga frá Errea og verða Íslendingar albláir í leiknum.

Landslið

9. ágúst 2006

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar ÍA gegn knattspyrnudeild ÍR.  Varðaði það leik á milli félaganna í 4. flokki A. sem fram fór 16. maí síðastliðinn. 

Agamál
Lög og reglugerðir

9. ágúst 2006

Hópurinn er mætir Tékkum

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn er mætir Tékkum, laugardaginn 19. ágúst kl. 16:00.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland sem stendur í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Tékkar.

Landslið

8. ágúst 2006

Vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð Bandaríska knattspyrnusambandsins um að íslenska kvennalandsliðið mun leika vináttulandsleik við Bandaríkin, sunnudaginn 8. október næstkomandi. 

Landslið

8. ágúst 2006

U17 karla endaði í fimmta sæti

Íslenska U17 karlalandsliðið sigraði U19 Færeyja með tveimur mörkum gegn einu í leiknum um fimmta sætið.  Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á þessu Norðurlandamóti er fram fór í Færeyjum.  Danir urðu Norðurlandameistarar.

Landslið

8. ágúst 2006

Leiktími á leiki Íslendinga í riðlakeppni EM 2008

Ákveðnir hafa verið leiktímar á landsleiki Íslendinga í riðlakeppninni fyrir EM 2008.  Um er að ræða leiki gegn Norður-Írum, Dönum og Svíum.  Leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð eru leiknir heima en leikurinn gegn Norður-Írum fer fram í Belfast.

Landslið

8. ágúst 2006

Hópurinn valinn er mætir Spánverjum

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.  

Landslið

3. ágúst 2006

U21 liðið valið er mætir Austurríki

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Austurríkismönnum í Ritzing þann 16. ágúst í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  

Landslið

3. ágúst 2006

Byrjunarlið U17 er mætir Færeyingum

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Færeyingum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Leikið verður svo til úrslita um sæti á laugardaginn.

Landslið

3. ágúst 2006

Tap gegn Færeyingum

U17 karlalandslið Íslands beið í dag, lægri hlut gegn Færeyingum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum.  Sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu.

Landslið

3. ágúst 2006

Miðar á leik N-Írlands og Íslands 2. september

Þann 2. september nk. hefur íslenska landsliðið þátttöku sína í undankeppni fyrir EM 2008.  Leika þeir þá við Norður Írland ytra og er leikið á Windsor Park í Belfast.  Stuðningsmenn Íslands geta keypt miða hjá KSÍ og kostar hann 3.500 krónur.

Landslið

2. ágúst 2006

Aganefnd ávítir leikmann ÍA

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 1. ágúst 2006, mál vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA.  Eru Bjarna veittar ávítur vegna ummælanna og knattspyrnudeild ÍA sektuð um 10.000 kr. vegna framkomu hans.

Agamál
Lög og reglugerðir

2. ágúst 2006

Miðasala á Ísland - Spánn hafin

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.. 

Landslið

1. ágúst 2006

Byrjunarlið U17 gegn Dönum í dag

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag kl. 13:30.  Leikurinn er annar leikur liðsins á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Liðið sigraði Finna í gær með fimm mörkum gegn tveimur.

Landslið

1. ágúst 2006

Tap gegn Dönum hjá U17 karla

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga.

Landslið

31. júlí 2006

U17 karla hefja leik í dag

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag.  Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum.

Landslið

31. júlí 2006

Finnar lagðir í fyrsta leiknum

Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum.  Sigruðu strákarnir Finna 5-2,  eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur.

Landslið

28. júlí 2006

Úrskurður í máli Buddy Farah gegn Keflavík

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli leikmannsins Buddy Farah gegn Keflavík, en leikmaðurinn gerði þær kröfur að staðfest yrði að samningur hans við félagið væri ekki lengur í gildi. 

Agamál
Lög og reglugerðir