Verslun
Leit
SÍA
Leit

28. júlí 2006

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka

Barna og unglingaráð Aftureldingarauglýsir eftir þjálfurum í nokkra flokka pilta og stúlkna frá og með 1. september. Þjálfaramenntun og reynsla er skilyrði.

Fræðsla

27. júlí 2006

Hádegisverðarfundur með Roger Fridlund

Í tengslum við komu IFK Gautaborgar á Visa-Rey Cup þá mun Roger Fridlund fræðslustjóri fótboltaakademíu félagsins verða með hádegisfyrirlestur á föstudag.

Fræðsla

27. júlí 2006

Staðfestur leiktími á á Ísland-Spánn

Staðfestur hefur verið leiktími á vináttulandsleik Íslands og Spánar, sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Landslið

26. júlí 2006

Leikur ÍA og ÍR í 4. flokki karla skal leikinn að nýju

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn ÍA vegna leiks í 4. flokki karla.  Dómsorð eru þau að leikurinn sé ógiltur og þar með úrslit hans, og því skuli hann leikinn að nýju. 

Agamál
Lög og reglugerðir

26. júlí 2006

Ferencvaros fékk ekki þátttökuleyfi í Ungverjalandi

Ferencvaros, eitt elsta og vinsælasta knattspyrnufélag í Ungverjalandi, fékk ekki þátttökuleyfi í efstu deild þar í landi. Félagið uppfyllti ekki fjárhagslegar kröfur leyfiskerfisins og launagreiðslur voru í vanskilum.

Leyfiskerfi

24. júlí 2006

Nýr þjálfari U21 landsliðs Ítala ráðinn

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM. Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, sem lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk.

Landslið

24. júlí 2006

Kristinn dæmdi viðureign Austurríkis og Belgíu

Kristinn Jakobsson dæmir þessa dagana í úrslitakeppni EM U19 karla, sem fram fer í Póllandi.  Á sunnudag dæmdi hann viðureign Austurríkis og Belgíu, sem lauk með 4-1 sigri Austurríkismanna.

Landslið

24. júlí 2006

Kristinn varadómari í undanúrslitaleik

Kristinn Jakobsson verður varadómari á undanúrslitaleik Skotlands og Tékklands í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla á miðvikudag og á möguleika á að dæma úrslitaleik keppninnar á sunnudag.

Landslið

24. júlí 2006

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 karla

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 landslið karla fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí. Alls hafa um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

22. júlí 2006

U21 kvenna í fjórða sæti á Norðurlandamótinu

Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið.  Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti.  Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.

Landslið

21. júlí 2006

Fótboltinn góður fyrir beinin

Það hefur löngum verið vitað að fótboltinn sé góð líkamsrækt.  Ekki síst er fótboltinn góður fyrir beinin, eins og kemur fram í fróðlegri grein á vef Beinverndar.  Kemur þar fram að kannanir sýna að fótboltastúlkur hafa hæstu beinþéttni íþróttastúlkna.

Fræðsla

21. júlí 2006

Dagsetning KSÍ VI þjálfaranámskeiðs á Englandi breytist

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið fer fram vikuna 29. október - 5. nóvember á Englandi.  Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur námskeiðsins rennur út 1. ágúst, en umsækjendur þurfa að hafa lokið við V. stig KSÍ í þjálfaramenntun.

Fræðsla

20. júlí 2006

Byrjunarlið U21 kvenna gegn Danmörku

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum.

Landslið

20. júlí 2006

Danir teknir í kennslustund

Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.

Landslið

20. júlí 2006

Ísland leikur við Svía um þriðja sætið

Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi.  Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku..

Landslið

19. júlí 2006

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Varðar málið leik er fór fram á milli félaganna 29. maí síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

19. júlí 2006

Hvernig á að "teipa"??

Stoð heldur námskeið í „íþrótta-teipingum“ þriðjudaginn 25. júlí og miðvikudaginn 26. júlí, næstkomandi.

Fræðsla

18. júlí 2006

Byrjunarliðið hjá U21 kvenna gegn Bandaríkjunum

Íslenska U21 landslið kvenna leikur annan leik sinn á Norðurlandamótinu í dag en leikið er í Stavanger í Noregi.  Mæta þá íslensku stelpurnar þeim bandarísku en þær sigruðu danskar stöllur sínar, 3-0.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið