Verslun
Leit
SÍA
Leit

3. júlí 2006

Glæsilegur sigur á Hollendingum

Norðurlandamótið hjá U17 kvenna hófst í dag í Finnlandi og léku íslensku stelpurnar við Holland í sínum fyrsta leik.  Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu hollenska liðið með einu marki gegn engu.  Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði markið á 5. mínútu.

Landslið

29. júní 2006

Luka í Garðabænum í dag

Fræðslu- og útbreiðsllustarf KSÍ er í fullum gangi og er Luka Kostic umsjónarmaður þess. Í dag mun Luka koma sér vel fyrir í Garðabænum og verður þar með verklegar og bóklegar æfingar.

Fræðsla

28. júní 2006

40 landsliðskonur komu saman fyrir 100. leikinn

Alls mættu um 40 landsliðskonur í hóf sem haldið var í Laugardalshöll í tilefni af 100. kvennalandsleik Íslands. Á meðfylgjandi mynd eru 37 þessara landsliðskvenna en a.m.k. þrjár til viðbótar mættu en voru fjarstaddar þegar myndin var tekin.

Landslið

26. júní 2006

Riðlaskipting fyrir Norðurlandamót U17 karla

Skipt hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 karla er fram fer í Færeyjum í júlí- og ágústmánuði.  Íslendingar eru í riðli með Dönum, Finnum og heimamönnum frá Færeyjum.

Landslið

26. júní 2006

U17 hópur kvenna á NM í Finnlandi

Jón Óli Daníelsson hefur valið liðið sem mun leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 kvenna er fram fer í Finnlandi í júlí.  Ísland er í riðli með Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi.

Landslið

23. júní 2006

Fjölmörg þjálfaranámskeið fyrirhuguð í haust

Dagsetningar þjálfaranámskeiða KSÍ í haust hafa verið ákveðnar.  Byrjað verður að skrá á hvert þjálfaranámskeið um mánuði áður en það á að hefjast. Eftirfarandi námskeið verða haldin í haust:

Fræðsla

23. júní 2006

Lúðvík S. Georgsson í leyfisnefnd UEFA

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs og mannvirkjanefndar KSÍ, hefur verið valinn til setu í leyfisnefnd UEFA, þeirri nefnd sem fer með málefni leyfiskerfisins innan UEFA.

Leyfiskerfi

22. júní 2006

Dómur í kæru Breiðabliks gegn HK/Ými

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Breiðabliks gegn HK/Ými vegna leiks í 2. flokki karla A-lið B riðli sem fram fór þann 27.5.2006 kl. 16:00 á Fífunni.  Breiðablik krafðist þess að þeim yrði dæmdur sigur, 0-3.

Agamál
Lög og reglugerðir

22. júní 2006

Alþjóðleg stuðningsmannaverðlaun

Á síðasta ári voru sett á fót sérstök alþjóðleg verðlaun til stuðningsmanna í knattspyrnu, veitt af borgaryfirvöldum í Brussel í Belgíu, með stuðningi UEFA.

Fræðsla

21. júní 2006

Knattspyrnudeild Álftanes leitar að yfirþjálfara

Knattspyrnudeild Álftaness leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara.Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði.

Fræðsla

20. júní 2006

Luka Kostic á Selfossi á fimmtudaginn

Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða Íslands, heldur áfram útbreiðslustarfi KSÍ og verður hann á ferðinni á Selfossi á fimmtudaginn, 15. júní.

Fræðsla

20. júní 2006

140 æfingum bætt við í æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ

Búið er að uppfæra æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ og bætt hefur verið við 140 nýjum æfingum.  Það voru þjálfarar á síðasta KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem sendu inn þessar 140 æfingar sem hluti af námskeiðinu.

Fræðsla

20. júní 2006

Góð ráð til þjálfara barna í knattspyrnu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hefur skrifað grein inn á fræðsluvef KSÍ þar sem gefin eru góð ráð til þjálfara barna í knattspyrnu.  Ætlunin er að bæta jafnt og þétt við fleiri greinum sem tengjast knattspyrnuþjálfun inn á fræðsluvefinn.

Fræðsla

19. júní 2006

Undirbúningshópur fyrir U17 kvenna valinn

Jón Ólafur Daníelsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 25 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Finnlandi.  18 manna hópur fyrir Norðurlandamót verður síðan tilkynntur mánudaginn 26. júní.

Landslið

19. júní 2006

Fengu afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki

Í tengslum við 100. A landsleik kvenna, leik Íslands og Portúgals, fengu þrír leikmenn afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki.  Þetta voru þær Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Katrín Jónsdóttir.

Landslið

18. júní 2006

Góður sigur í hundraðasta leiknum

Íslenska kvennalandsliðið lagði það portúgalska með þremur mörkum gegn engu en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM 2007.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt mark.

Landslið

17. júní 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Portúgal.  Leikurinn er í undakeppni fyrir HM 2007 og hefst kl. 16:00, sunnudaginn 18. júní á Laugardalsvelli.

Landslið

16. júní 2006

ÍSLAND - PORTÚGAL

Laugardalsvöllur verður vettvangur leiks Íslands og Portúgals í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikurinn verður sunnudaginn 18. júní kl. 16:00 og er þetta 100 A landsleikur kvenna.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk hvatt til að fjölmenna.

Landslið