Verslun
Leit
SÍA
Leit

15. júní 2006

Fjórði leikur Íslands og Portúgals

Leikur Íslands og Portúgal á sunnudaginn verður fjórði A landsleikur kvenna á milli þjóðanna.  Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi.  Íslenska liðið hefur enn ekki náð að landa sigri gegn Portúgal.

Landslið

14. júní 2006

Dómur í máli ÍA gegn Fram

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í kæru ÍA gegn Fram.  Var kæran vegna leiks í 2. fl. A. þar sem ÍA taldi Fram hafa leikið með ólöglegan leikmann.  Dómstóllinn dæmdi ÍA sigur í leiknum, 0-3.

Agamál
Lög og reglugerðir

14. júní 2006

Dómarar leiksins koma frá Danmörku

Það verður danskt dómaratríó sem kemur til með að stjórna ferðinni í leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 18. júní.  Leikurinn er, eins og áður hefur komið fram, 100. A landsleikur kvenna.

Landslið

14. júní 2006

Knattspyrnuskóli drengja 19.- 23. júní 2006

Knattspyrnuskóli karla 2006 fer fram að Laugarvatni 19. - 23. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.

Landslið

13. júní 2006

Úrslit í leik Fylkis og Fram í 4.fl. A. skulu standa

Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp að úrslit í leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmóti 4.fl. A. karla, sem fram fór þann 11. maí 2006, skulu standa.  Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki.

Agamál
Lög og reglugerðir

13. júní 2006

Dómur í kæru Neista gegni Leikni F.

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp úrskurð sinn vegna kæru Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Dómstóllinn úrskurðar um það að kæru Neista skuli hafnað.

Agamál
Lög og reglugerðir

13. júní 2006

Sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara verður 15-19. nóvember

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15-19. nóvember næstkomandi.  Tveir heimsklassa erlendir fyrirlesarar koma til landsins til að kenna á námskeiðinu: 

Fræðsla

13. júní 2006

Luka heimsækir Reykjanesbæ

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, miðvikudag, er komið að því að heimsækja Reykjanesbæ.

Fræðsla

12. júní 2006

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið verður haldið 20-27. október

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Lilleshall, Englandi dagana 20-27. október 2006. Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.

Fræðsla

12. júní 2006

100. leikur kvennalandsliðsins á sunnudag

A landslið kvenna leikur á sunnudag 100. leik sinn frá upphafi þegar það mætir Portúgölum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2007. Þóra B. Helgadóttir tekur við fyrirliðabandinu af systur sinni, Ásthildi, sem er í leikbanni,

Landslið

8. júní 2006

Fyrirkomulag sérnámskeiðs fyrir E-stigs þjálfara

KSÍ hefur fengið samþykki fyrir því að 41 E-stigs þjálfari fari á sérnámskeið í nóvember til að ljúka við KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu í þjálfaramenntun.

Fræðsla

8. júní 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum.

Landslið

7. júní 2006

Dómur í máli Árborgar gegn Afríku

Dómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Árborgar gegn Afríku vegna leiks er fram fór 22. apríl í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Árborg væri dæmdur sigur.

Agamál
Lög og reglugerðir

7. júní 2006

Æfingahópur fyrir U17 karla

Luka Kostic, þjálfari U17 karlaliðs Íslands, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum, laugardaginn 10. júní og sunnudaginn 11. júní.

Landslið

2. júní 2006

Andorramönnum skellt á Skaganum

Íslenska U21 karlalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni fyrir EM 2007 með því að leggja Andorra með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið  leikur gegn Austurríki og Ítalíu í undankeppninni.

Landslið

2. júní 2006

Stjórn KSÍ samþykkir nýja leyfishandbók KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag nýja leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2,0. Vinna við handbókina hefur staðið yfir í vetur og mun hún taka gildi fyrir næsta leyfisferli sem hefst í nóvember.

Leyfiskerfi

1. júní 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U21 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Andorra á Akranesvelli kl. 18:15.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-3-3 og stefnt á að brjóta vörn Andorra á bak aftur en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli

Landslið

1. júní 2006

100. A landsleikur kvenna

Þann 18. júní nk. leikur íslenska A landslið kvenna sinn 100. landsleik.  Leikið er við Portúgal í undankeppni fyrir HM 2007.  Fyrsti A landsleikur kvenna var leikinn 29. september 1981 í Skotlandi.

Landslið