Verslun
Leit
SÍA
Leit

31. maí 2006

Dómur í máli Fram og Fylkis í 4. flokki karla

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Fram og Fylkis í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla er fram fór 11. maí síðastliðinn.  Fram er dæmdur sigur í leiknum með þremur mörkum gegn engu.

Agamál
Lög og reglugerðir

30. maí 2006

Ísland tekur þátt í EM U17 kvenna

Framkvæmdanefnd UEFA ákvað á dögunum að hrinda af stað Evrópukeppni U17 kvenna.  KSÍ hefur þegar tilkynnt þátttöku Íslands í mótinu en það hefst á haustdögum 2007.

Landslið

30. maí 2006

Leikið við Andorra á Akranesvelli

U21 landslið karla mun taka á móti Andorra á Akranesvelli í dag, fimmtudaginn 1. júní.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en leikið var ytra 3. maí síðastliðinn.

Landslið

29. maí 2006

Jón Ólafur tekur við landsliði U17 kvenna

Jón Ólafur Daníelsson hefur verið ráðinn til að leysa Ernu Þorleifsdóttur af sem landsliðsþjálfari U17 kvenna.  Jón Ólafur mun því stýra liðinu á Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Finnlandi í byrjun júlí.

Landslið

26. maí 2006

U21 hópurinn gegn Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra á Akranesvelli á fimmtudaginn kemur.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna og er leikið um sæti í riðlakeppni EM 2007.  

Landslið

26. maí 2006

Leyfiskerfi í 1. deild karla 2007

Ákveðið hefur verið að útvíkka leyfiskerfi KSÍ, þannig að það nái einnig til 1. deildar karla. Fundað var með félögum í deildinni í vikunni, sem voru sammála um að leyfiskerfi myndi efla mjög umgjörð 1. deildar og starf þeirra félaga sem þar leika.

Leyfiskerfi

25. maí 2006

HK/Víkingur auglýsa eftir þjálfara

HK/Víking vantar þjálfara fyrir 2. flokk kvenna.  Hægt er að nálgast allar upplýsingar hjá Sigurði Víðissyni í síma 863-3571.

Fræðsla

19. maí 2006

Kvennalandsliðið upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.  Hafa þær sætaskipti við landslið Úkraínu og stíga upp í 18. sætið.  Heims- og Evrópumeistarar Þjóðverja eru, sem fyrr, á toppi styrkleikalistans.

Landslið

17. maí 2006

41 E-stigs þjálfari fer á sérnámskeið í haust

UEFA hefur samþykkt umsókn KSÍ um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara.  Alls voru 41 E-stigs þjálfari sem sóttist eftir að fara á námskeiðið.

Fræðsla

17. maí 2006

Luka heimsækir Siglufjörð á fimmtudag

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, fimmtudag, er komið að því að heimsækja Siglufjörð.

Fræðsla

16. maí 2006

Ásthildur í banni

Ásthildur Helgadóttir landsliðsfyrirliði hlaut sína aðra áminningu í forkeppni HM í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi 6. maí síðastliðinn og verður í leikbanni í landsleik Íslands og Portúgal sem fram fer 18. júní næstkomandi.

Landslið

13. maí 2006

Útsendingar frá leikjum A-landsliðanna 2006-2009

Samið hefur verið um útsendingar frá leikjum A-landsliðanna næstu 4 árin, 2006-2009. Heimalandsleikir verða beint á RÚV. Landsleikir A liðs karla á útivelli verða á Sýn og þegar sýnt verður frá útilandsleikjum A liðs kvenna verður það á RÚV.

Landslið

12. maí 2006

Deildardómarar fá úr frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að gefa öllum A, B og C deildardómurum sínum forláta úr að gjöf.  Þessi svissnesku úr eru sérstaklega framleidd og hönnuð til handa dómarastarfa.

Fræðsla

12. maí 2006

Þátttökuleyfin 2006 formlega afhent

Félög í Landsbankadeild karla 2006 fengu þátttökuleyfi sín formlega afhent á kynningarfundi deildarinnar í Smárabíói síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í fjórða sinn sem félög í deildinni gangast undir leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

11. maí 2006

Luka til Ísafjarðar á föstudaginn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram för sinni á milli félaga um allt land.  Ísafjörður er áfangastaðurinn í þetta skiptið og mun Luka þar fara yfir áhersluatriði með þjálfurum í nágrenninu.

Fræðsla

8. maí 2006

Ólöglegur leikmaður með Snerti gegn BÍ

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Skúli Sigurðsson lék ólöglegur með liði Snartar í leik gegn BÍ í Deildarbikar karla 23. april síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

6. maí 2006

Með þrjú stig í farteskinu frá Minsk

A landslið kvenna vann góðan sigur á Hvít-Rússum í undankeppni HM 2007 í dag, laugardag, en leikið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Sigurinn var verðskuldaður og er Ísland nú með 7 stig eftir fjóra leiki í riðlinum.

Landslið

5. maí 2006

Ályktanir vegna vændis í tengslum við HM 2006

Stjórn KSÍ hefur borist ályktun Prestastefnu 2006 og ályktun 14 kvennasamtaka þar sem vændi í tengslum við HM í Þýskalandi er mótmælt og mun KSÍ koma þessum ályktunum á framfæri við FIFA.

Fréttir