24. apríl 2006
Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní. Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA.
21. apríl 2006
Um helgina hittast landsdómarar á Selfossi og búa sig undir sumarið. Verður þar farið yfir breyttar áherslur í dómgæslu og breytingar á knattspyrnulögunum.
21. apríl 2006
Útbreiðslu- og þjálfunarverkefni KSÍ heldur áfram undir stjórn Luka Kostic. Nú er komið að því að heimsækja Egilsstaði og mun Luka vera þar þriðjudaginn 25. apríl. Dagskrá hans byggir bæði á verklegum og bóklegum æfingum.
20. apríl 2006
Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli HK gegn KR, en HK lagði fram kvörtun þar eð talið var að fulltrúi KR hefði í leyfisleysi haft samband við samningsbundna leikmenn KR.
19. apríl 2006
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings Ólafsvíkur og FH í meistaraflokki karla sem fram fór í deildarbikarkeppni karla hinn 19. mars 2006.  Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.
19. apríl 2006
Fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn var haldið upp á 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka og voru af því tilefni veitt þrjú silfurmerki KSÍ og tvö gullmerki KSÍ.
19. apríl 2006
Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er sem fyrr að mestu leyti um heimanám að ræða. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti.
19. apríl 2006
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðlum EM sem fram fara nú í apríl í Rúmeníu.
19. apríl 2006
Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað og er í 97. sæti. Fyrstu mótherjar okkar í undankeppni EM 2008, Norður Írar, skjótast upp fyrir okkur á listanum.
12. apríl 2006
KSÍ sendir páskakveðjur til knattspyrnuáhugafólks um land allt. Hafið það sem allra best um páskana, verið góð við hvert annað og njótið góðra stunda með vinum og ættingjum. Ekki væri verra að skella sér út á næsta grasblett og spila fótbolta, eða bara sparka á milli .....
12. apríl 2006
Luka Kostic sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ um þessar mundir. Hefur hann sótt fjölmörg lið um allt land hingað til og þriðjudaginn, 18. apríl, er komið að Vestmannaeyjum.
12. apríl 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld. Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.
12. apríl 2006
A landslið kvenna beið í kvöld ósigur gegn Hollendingum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeim appelsínugulu tekst að vinna sigur á íslenska liðinu. Sigurmark hollenska liðsins kom í síðari hálfleik.
11. apríl 2006
Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga. Í dag, kl. 17:15, verður hann í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi.
10. apríl 2006
Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins, þá helst fyrir 5. og 6. flokk drengja. Auk þess vantar aðstoðarþjálfara fyrir 3. flokk drengja.
10. apríl 2006
A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum. Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997.
6. apríl 2006
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Þorvaldar Ingimundarsonar sem starfsmanns í mótadeild. Meginverkefni hans verða störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.
6. apríl 2006
Luka Kostic átti að heimsækja Egilsstaði í dag á ferð sinni um landið, en sú heimsókn féll niður af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og verður tilkynnt viðkomandi félögum.