Verslun
Leit
SÍA
Leit

6. apríl 2006

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík föstudaginn 21. apríl. Guðni Bergsson er ræðumaður kvöldsins og Hjálmar Hjálmarsson fer með gamanmál.

Fræðsla

5. apríl 2006

E-stigs þjálfarar þurfa að velja sér framhaldsnámskeið

KSÍ hefur í dag sent út tölvupóst og bréf til allra þjálfara sem hafa lokið við E-stigs þjálfaranámskeið KSÍ, en þjálfararnir eru 71 talsins. KSÍ fer fram á að þjálfararnir velji sér þá leið sem þeir vilja fara til að ljúka við UEFA A þjálfaragráðu. 

Fræðsla

5. apríl 2006

Hefur nú þegar heimsótt fjölmörg félög

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur þegar heimsótt fjölmörg félög á ferð sinni um landið og mun á næstu vikum og mánuðum sækja enn fleiri félög heim.

Fræðsla

5. apríl 2006

Landsliðsæfingar U19 kvenna um páskana

Á þriðja tug leikmanna hafa verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna sem fram fara á Fylkisvelli um páskana.  Æfingarnar eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM milliriðil, sem fram fer í Rúmeníu í lok apríl.

Landslið

4. apríl 2006

Luka heimsækir Akureyri og Egilsstaði í vikunni

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga í þessari viku. Á þriðjudag heimsækir hann Akureyri, en á fimmtudag verður hann á Egilsstöðum.

Fræðsla

4. apríl 2006

Úrtaksæfing U21 karla 15. apríl

Tæplega þrjátíu leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingu vegna U21 landsliðs karla, sem fram fer í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 15. apríl. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Landslið

3. apríl 2006

Hópurinn gegn Hollendingum tilkynntur

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollendingum, sem fram fer á Oosterenk leikvanginum í Zwolle 12. apríl næstkomandi.

Landslið

1. apríl 2006

Aprílgabbið 2006: KSÍ ræður starfsmann til að sinna verkefnum erlendis

Vegna vaxandi umsvifa erlendis hefur KSÍ ákveðið að ráða starfsmann til að sinna verkefnum sambandsins á erlendri grundu.  Starfsmaðurinn mun hafa aðsetur í Nyon í Sviss, nálægt höfuðstöðvum UEFA.

Fréttir

30. mars 2006

Ólöglegur leikmaður með Afríku gegn Hvíta riddaranum

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Helgé Haahr lék ólöglegur með liði Afríku í leik gegn Hvíta Riddaranum í Deildarbikar karla þriðjudaginn 21. mars.

Agamál
Lög og reglugerðir

29. mars 2006

Úrskurðaðir í tveggja mánaða bann

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.

Agamál
Lög og reglugerðir

29. mars 2006

Ólöglegir leikmenn með Gróttu gegn Sindra

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Gróttu í leik gegn Sindra í Deildarbikarnum laugardaginn 25. mars síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

29. mars 2006

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Stjörnunni

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Whitney Ivey lék ólögleg með liði Keflavíkur í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikar kvenna sunnudaginn 19. mars síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

29. mars 2006

Stjórn KSÍ samþykkti tillögur leyfisráðs um sektir

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. mars, að fengnum tillögum Leyfisráðs, að sekta þrjú félög í Landsbankadeild karla vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ.

Leyfiskerfi

27. mars 2006

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Fræðsla

27. mars 2006

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli.

Fræðsla

27. mars 2006

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár.  Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á. 

Fræðsla

27. mars 2006

Tveir vináttulandsleikir við Skota í september

Ákveðið hefur verið að U19 landslið karla leiki tvo vináttuleiki við Skota í byrjun september og fara báðir leikirnir fram í Skotlandi. U19 landslið Íslands og Skotlands hafa mæst 13 sinnum áður.

Landslið

26. mars 2006

KSÍ á afmæli 26. mars

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað 26. mars 1947 og átti því 59 ára afmæli á sunnudag. Alls áttu 14 félög og íþróttabandalög aðild að KSÍ í byrjun. Fyrsti formaður KSÍ var kjörinn Agnar Klemens Jónsson.

Fréttir