9. mars 2006
A landslið kvenna tapaði í kvöld í vináttulandsleik gegn Englendingum með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru til leiksloka við gríðarlegan fögnuð áhorfenda.
8. mars 2006
KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins frá og með 1. apríl næstkomandi. Meginverkefnin eru störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.
8. mars 2006
Samið hefur verið um leikdaga við Andorra í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða. Leikið verður í Andorra 3. maí og á Íslandi 1. júní.
7. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sóley Þráinsdóttir lék ólögleg með liði FH í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum laugardaginn 4. mars síðastliðinn.
7. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Vals í leik gegn Breiðabliki í Deildarbikarnum sunnudaginn 5. mars síðastliðinn. 
7. mars 2006
A landslið kvenna mætir Englendingum í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag. Íslenska liðinu hefur aldrei tekist að vinna sigur á því enska, í sjö viðureignum, en einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
7. mars 2006
Ásthildur Helgadóttir á við meiðsl að stríða og getur því ekki leikið með A-landsliði kvenna gegn Englandi, en liðin mætast í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag. Annar leikmaður verður ekki kallaður í hópinn að svo stöddu.
6. mars 2006
Ákveðið hefur verið að leikur A-landsliðs kvenna gegn Hvít-Rússum fari fram á Darida-leikvanginum í Minsk, en liðin mætast í undankeppni HM 2007 6. maí næstkomandi.
4. mars 2006
Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ. UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.
3. mars 2006
KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ. UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.
1. mars 2006
Vel á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar um landið hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi, dagana 4. og 5. mars.
28. febrúar 2006
Michel Platini kom til Íslands fyrir tveimur árum síðan og bragðaði þá að eigin sögn besta fisk sem hann hafði nokkurn tímann fengið. Hann kom aftur um helgina og þegar hann hélt heim á þriðjudag var hann með saltfisk í farteskinu ...
28. febrúar 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englendingum í Norwich 9. mars næstkomandi. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni er eini nýliðinn í hópnum.
28. febrúar 2006
Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Skotum hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í vináttulandsleik á Firhill leikvanginum í Glasgow í kvöld. Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er sá fyrsti sem liðið leikur undir stjórn Lúkasar Kostic.
28. febrúar 2006
U21 landslið karla tapaði 0-4 gegn Skotum í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld. Skoska liðið gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á fyrstu 30 mínútunum og réði einnig gangi leiksins eftir það.
28. febrúar 2006
A landslið karla tapaði 0-2 í vináttulandsleik gegn Trinidad & Tobago á Loftus Road á þriðjudagskvöld. Fyrra markið kom eftir um tíu mínútna leik, en síðara markið kom úr heldur umdeildri vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.
28. febrúar 2006
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago. Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.
26. febrúar 2006
Atli Jónasson markvörður úr KR hefur verið valinn í U21 landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum í Glasgow á þriðjudag. Atli kemur í stað Hrafns Davíðssonar úr ÍBV, sem er meiddur.