Verslun
Leit
SÍA
Leit

26. febrúar 2006

Kári Árnason ekki með gegn T&T

Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Djurgården, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Trinidad & Tobago, sem fram fer í Lundúnum á þriðjudag.

Landslið

25. febrúar 2006

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna 2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 28 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007. Undirbúningur íslenska liðsins hefst í mars á þessu ári.

Landslið

24. febrúar 2006

Fyrstu leikirnir undir stjórn nýrra þjálfara

Þriðjudaginn 28. febrúar vera A og U21 landslið karla í eldlínunni og leika vináttulandsleiki á erlendri grundu. Um er að ræða fyrstu leiki liðanna undir stjórn nýrra landsliðsþjálfara.

Landslið

24. febrúar 2006

Vítaspyrnukeppni ef jafnt eftir 90 mínútur

Vináttulandsleikur Íslands gegn Trinidad & Tobago er dálítið óvenjulegur fyrir þær sakir að hann fer fram á hlutlausum velli og ef jafnt verður að venjulegum leiktíma loknum fer fram vítaspyrnukeppni milli liðanna

Landslið

24. febrúar 2006

Embættismenn stjórnar og nefndir 2006

Á fundi stjórnar KSÍ 24. febrúar voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Þá var einnig skipað í nefndir fyrir komandi starfsár og má skoða nefndaskipan með því að smella hér að neðan.

Lög og reglugerðir

22. febrúar 2006

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 17-19. mars í Reykjavík

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið helgina 17-19.mars í Reykjavík.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa náð 70 stigum eða meira á UEFA B prófinu sínu. 

Fræðsla

21. febrúar 2006

Breytingar á staðalsamningi KSÍ

Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga).  Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði. 

Ársþing

21. febrúar 2006

Gylfi Einarsson inn fyrir Grétar Ólaf Hjartarson

Grétar Ólafur Hjartarson er meiddur og getur því ekki leikið með A landsliði karla í vináttuleiknum gegn Trinidad & Tobago 28. febrúar. Í stað hans hefur Gylfi Einarsson verið kallaður í hópinn.

Landslið

21. febrúar 2006

Kristján Valdimarsson í U21 hópinn

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliða karla, hefur valið Kristján Valdimarsson í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Skotum 28. febrúar. Kristján kemur í staðinn fyrir Bjarna Hólm Aðalsteinsson, sem er meiddur.

Landslið

21. febrúar 2006

U17 og U19 kvenna æfa 25. og 26. febrúar

Dagana 25. og 26. febrúar fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna og hafa alls um 50 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar. U17 liðið æfir í Reykjaneshöll, en U19 liðið á Fylkisvelli og í Egilshöll.

Landslið

21. febrúar 2006

Skotar tilkynna U21 hópinn gegn Íslendingum

Skotar hafa tilkynnt U21 hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslendingum á Firhill leikvanginum í Glasgow 28. febrúar. Í hópnum eru að mestu leikmenn frá skoskum félagsliðum, en nokkrir leika í ensku deildarkeppninni.

Landslið

20. febrúar 2006

Önnur æfingahelgi A kvenna í febrúar

A landslið kvenna kemur saman til æfinga um næstu helgi, en um er að ræða síðari æfingahelgina af tveimur í febrúar. Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstkomandi.

Landslið

17. febrúar 2006

Undirbúningur fyrir EM U19 kvenna 2007 hafinn

KSÍ mun í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins halda úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða kvenna sumarið 2007.  Markviss undirbúningur íslenska liðsins fyrir keppnina er þegar hafinn.

Landslið

15. febrúar 2006

A landslið karla í 96. sæti á FIFA-listanum

A landslið karla er í 96. sæti á styrkleikalista FIFA í febrúar og fellur því um eitt sæti milli mánaða. Stærstu breytingar á listanum koma til vegna Afríkukeppni landsliða.

Landslið

14. febrúar 2006

Fjórða söluþrep á HM opnar 15. febrúar

Fjórða söluþrep í miðasölu fyrir úrslitakeppni HM opnar 15. febrúar á fifaworldcup.com. Um 30.000 miðar eru í boði að þessu sinni og góðar líkur eru á því að fleiri miðar verði í boði eftir því sem líður á þrepið.

Landslið

14. febrúar 2006

Landsliðshópurinn gegn Trinidad & Tobago

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust. Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.

Landslið

14. febrúar 2006

U21 hópurinn sem mætir Skotum 28. febrúar

U21 landslið karla mætir Skotum í vináttulandsleik á Firhill Stadium í Glasgow 28. febrúar næstkomandi. Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn, sem er sá fyrsti undir hans stjórn.

Landslið

14. febrúar 2006

Beenhakker leitar að leikmönnum fyrir T&T

Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.

Landslið