14. febrúar 2006
Leo Beenhakker hefur valið 20 manna landsliðshóp Trinidad & Tobago, sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar. Beenhakker mun nota leikinn til að gefa nokkrum nýjum leikmönnum tækifæri.
14. febrúar 2006
KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-karlalandslið þjóðanna leiki vináttuleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi. Liðin eru jafnframt saman í riðli í undankeppni EM 2008.
13. febrúar 2006
Á fundi aganefndar 9. febrúar síðastliðinn var Alexander V. Þórarinsson, leikmaður 2. flokks Grindavíkur úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í leik í riðlakeppni Íslandsmótsins innanhúss.
13. febrúar 2006
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal í Madrid á Spáni. Á ársþingi KSÍ var samþykkt að skoða hvort taka eigi upp Futsal hér á landi.
13. febrúar 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur boðað 26 leikmenn á æfingar liðsins í febrúar. Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstomandi.
13. febrúar 2006
Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008. Þar verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir.
11. febrúar 2006
Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut Fjölmiðlapenna KSÍ fyrir árið 2005. Það var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhenti Guðmundi fjölmiðlapennann á ársþingi KSÍ.
11. febrúar 2006
Sérstök viðurkenning var afhent Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra Sýnar, á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Hilmari viðurkenninguna.
11. febrúar 2006
Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ. Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.
11. febrúar 2006
60. ársþingi KSÍ, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í dag laugardag er lokið. Helstu niðurstöður þingsins má sjá undir "Lög og reglugerðir" í valmyndinni hér hægra megin. Engar breytingar urðu á stjórn KSÍ.
11. febrúar 2006
Smellið hér að neðan til að fylgjast með afgreiðslu tillagna og annarra mála sem liggja fyrir 60. ársþingi KSÍ, sem haldið er á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Upplýsingarnar verða uppfærðar reglulega á meðan á þinginu stendur.
9. febrúar 2006
Per Ravn Omdal, heiðursforseti norska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag og er um leið fulltrúi UEFA.
9. febrúar 2006
Minnt er á að vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er aðgengi að skrifstofum KSÍ nokkuð breytt. Komið er í gegnum hlið sunnanmegin á girðingu. Þaðan er gengið niður tröppur á hlaupabrautina og inn um dyr á austanverðri gömlu stúku.
8. febrúar 2006
Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 60. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Alls hafa 119 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir flesta fulltrúa.
8. febrúar 2006
Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik U21 karlalandsliða Skotlands og Íslands, sem fram fer ytra 28. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Firhill Stadium í Glasgow, heimavelli Partick Thistle.
7. febrúar 2006
Eins og kunnugt er fer 60. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag, 11. febrúar. Hægt verður að fylgjast með afgreiðslu tillagna, kosninga og annarra mála hér á vefnum.
7. febrúar 2006
Fyrsta unglingadómaranámskeið ársins hefst 17. febrúar. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti, en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 11. mars.
6. febrúar 2006
Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik A landsliðs kvenna gegn Englandi 9. mars næstkomandi. Leikið verður á Carrow Road, heimavelli knattspyrnuliðsins Norwich City.