Verslun
Leit
SÍA
Leit

6. febrúar 2006

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla 11. og 12. febrúar

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi. U17 hópurinn er nokkuð stærri, en henn telur 34 leikmenn.

Landslið

3. febrúar 2006

Engin ný framboð bárust

Engin ný framboð bárust til stjórnar KSÍ fyrir ársþing sambandsins, sem fram fer á Hótel Loftleiðum 11. febrúar, en samkvæmt 12. grein laga KSÍ verða framboð að berast minnst hálfum mánuði fyrir þing. 

Ársþing

3. febrúar 2006

Tæplega 30 leikmenn á úrtaksæfingum U21 karla

Tæplega 30 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla, sem fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Landslið

3. febrúar 2006

Ársreikningur KSÍ 2005 birtur

KSÍ hefur birt ársreikning sinn fyrir 2005 og varð hagnaður á árinu 27 milljónir króna. Rekstur KSÍ samstæðunnar stendur sem fyrr á traustum fótum og hefur eigið fé hennar hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár.

Lög og reglugerðir

2. febrúar 2006

U21 landslið karla leikur gegn Skotum

Ákveðið hefur verið að U21 landslið karla mæti Skotum í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi í Skotlandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn. Sama dag leikur A landslið karla vináttuleik gegn Trinidad og Tobago.

Landslið

1. febrúar 2006

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið 24-26. febrúar

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið helgina 24-26. febrúar næstkomandi í fundarsal D hjá ÍSÍ í Laugardal.  Námskeiðið er opið þeim sem lokið hafa KSÍ I og II námskeiðunum eða A og B stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ.

Fræðsla

31. janúar 2006

UEFA ráðstefna gegn kynþáttafordómum

Í vikunni sækir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, ráðstefnu á vegum UEFA sem ber yfirskriftina "Sameinuð gegn kynþáttafordómum". Ráðstefnan fer fram í Barcelona á Spáni og taka um 250 manns þátt.

Fræðsla

31. janúar 2006

Æfingar U17 og U19 kvenna 4. og 5. febrúar

Um næstu helgi fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna. Um 50 leikmenn hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en æft verður í Fífunni, Reykjaneshöll, á Fylkisvelli og í Egilshöll.

Landslið

30. janúar 2006

Um deildarbikarinn 2006

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um miðjan febrúar og hafa reglugerðir í deildarbikar karla og kvenna verið kynntar þeim félögum sem taka þátt. Minnt er sérstaklega á ákvæði um ólöglega leikmenn.

Lög og reglugerðir

27. janúar 2006

Fjölmargar tillögur á ársþingi KSÍ 2006

Fjölmargar tillögur eru til afgreiðslu á knattspyrnuþinginu 2006 - ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 11. febrúar næstkomandi.  Fjölgun liða, varalið, fleiri varamenn og Futsal eru meðal viðfangsefna.

Ársþing

27. janúar 2006

U21 karla mætir Andorra í forkeppninni

Í morgun var dregið í undankeppni EM U21 landsliða karla og mætir Ísland Andorra í forkeppni, þar sem leikið er heima og heiman.  Liðið sem kemst áfram verður í riðli með Ítalíu og Austurríki, þar sem leikin er einföld umferð.

Landslið

27. janúar 2006

Mjög spennandi riðill í undankeppni EM 2008

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2008 og er óhætt að segja að riðillinn sem Ísland hafnaði í sé mjög spennandi.  Þrjú Norðurlandalið eru í riðlinum og fjögur af liðunum sjö léku í úrslitakeppni EM 2004.

Landslið

26. janúar 2006

Hvaða lið fær U21 lið Íslands í forkeppninni?

Það verður ekki bara dregið í riðla í undankeppni EM A-landsliða karla á föstudag, heldur einnig í undankeppni EM U21 liða karla. Ísland leikur í forkeppni ásamt 15 öðrum þjóðum.

Landslið

26. janúar 2006

U18 karla til Tékklands

Knattspyrnusambandið hefur þekkst boð Tékka um að senda lið skipað leikmönnum fæddum 1989 og síðar á mót í Tékklandi 21. - 27. ágúst.

Landslið

25. janúar 2006

Hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli?

Á föstudag kl. 11:00 verður dregið í riðla í undankeppni EM karlalandsliða 2008 og fer drátturinn fram í Montreux í Sviss.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki, en hvernig gæti riðill íslenska liðsins litið út? Taktu þátt í könnuninni hér til hliðar.

Landslið

24. janúar 2006

Dagsetningar komnar á þjálfaranámskeið KSÍ

KSÍ hefur nú sett niður dagsetningar fyrir flest þjálfaranámskeið sem eru fyrirhuguð á árinu 2006.  Á þessu ári mun KSÍ bjóða upp á öll 7 þjálfarastig KSÍ og fleiri námskeið. 

Fræðsla

24. janúar 2006

Dregið í undankeppni EM á föstudag

Dregið verður í riðla í undankeppni EM föstudaginn 27. janúar í Montreux í Sviss kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Landslið

24. janúar 2006

60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla

Um 60 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um næstu helgi. KR á flesta fulltrúa í U19 æfingahópnum, en Blikar eru fjölmennastir hjá U17.

Landslið