Verslun
Leit
SÍA
Leit

24. janúar 2006

Hlutgengi leikmanna og þátttökuréttur félaga

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót varðandi hlutgengi leikmanna og þátttökurétt félaga.

Lög og reglugerðir

20. janúar 2006

Dagur sjúkraþjálfunar 3. febrúar

Föstudaginn 3. febrúar mun Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) halda Dag sjúkraþjálfunar. Dagurinn byggir á fræðslufyrirlestrum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og umræðum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Fræðsla

19. janúar 2006

Spilandi aðstoðarþjálfari fyrir mfl. kvenna óskast

Kvennaráð knattspyrnudeildar FH óskar eftir að ráða spilandi aðstoðarþjálfara fyrir meistaraflokk kvenna, sem einnig myndi aðstoða við þjálfun 2. flokks kvenna.

Fræðsla

19. janúar 2006

Ísland í 95. sæti á FIFA-listanum

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út fyrr í vikunni, og fellur því um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Brasilíumenn eru lang efstir sem fyrr.

Landslið

19. janúar 2006

Miðasala á Trinidad & Tobago - Ísland

KSÍ hefur fengið miða til sölu á landsleikinn við Trinidad og Tobago 28. febrúar á Loftus Road leikvanginum í London. Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir yngri en 16 ára.

Landslið

18. janúar 2006

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Verkefnið "Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir" samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum.

Fræðsla

18. janúar 2006

Æfingar U17 og U19 kvenna 21. og 22. janúar

Rúmlega 50 leikmenn hafa verið boðaðir á æfingar U17 og U19 landsliða kvenna um næstu helgi, dagana 21. og 22. janúar. U19 liðið æfir á Fylkisvelli og í Egilshöll, en U17 í Fífunni og Reykjaneshöll.

Landslið

17. janúar 2006

Æfingar U21 karla

Tuttugu og níu leikmenn úr þrettán félögum hafa verið boðaðir á undirbúningsæfingar U21 landsliðs karla um komandi helgi.

Landslið

13. janúar 2006

Fimm félög skila leyfisgögnum

Breiðablik, Grindavík, ÍBV, KR og Valur skiluðu í dag leyfisgögnum sínum til KSÍ.

Leyfiskerfi

12. janúar 2006

Kosningar í stjórn á 60. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal samkvæmt 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu sambandsins minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar.

Ársþing

12. janúar 2006

Víkingar skila leyfisgögnum

Nýliðar Víkings urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  Áður höfðu Keflavík, Fylkir, ÍA og FH skilað sínum gögnum.

Leyfiskerfi

11. janúar 2006

Úrtaksæfingar U16 karla 21. og 22. janúar

Alls hafa 35 leikmenn verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U16 landslið karla, sem fram fara í Boganum á Akureyri 21. og 22. janúar næstkomandi. Um er að ræða leikmenn frá félögum á Norður- og Austurlandi.

Landslið

11. janúar 2006

Aldrei mætt Trinidad og Tobago áður

Íslenska landsliðið hefur aldrei áður mætt liði Trinidad og Tobago, en eins og greint hefur verið frá munu liðin mætast í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum, heimavelli enska liðsins QPR, 28. febrúar næstkomandi.

Landslið

10. janúar 2006

Um 60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fara fram dagana 14. og 15. janúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Reykjaneshöll.

Landslið

10. janúar 2006

Guðni, Lúkas og Freyr endurráðnir

Knattspyrnusambandið hefur endurráðið þá Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til eins árs til að þjálfa yngri landslið karla. Þá hefur Lúkas verið ráðinn til að sinna útbreiðslustörfum í fullu starfi á árinu 2006.

Landslið

10. janúar 2006

Leikið við Trinidad og Tobago 28. febrúar

Knattspyrnusambandið hefur samið við knattspyrnusamband Trinidad og Tobago um að leika vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum þriðjudaginn 28. febrúar.

Landslið

10. janúar 2006

FH-ingar skila leyfisgögnum

FH-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeild karla. FH er því fjórða félagið til að skila leyfisgögnum sínum, en áður hafa Keflavík, Fylkir og ÍA skilað.

Leyfiskerfi

9. janúar 2006

Knattspyrnuþing 2006 - 60. ársþing KSÍ

60. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. febrúar 2006.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér efnisatriði tengd þinghaldinu.

Ársþing