Verslun
Leit
SÍA
Leit

9. janúar 2006

A landslið kvenna leikur gegn Englandi í mars

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Englendingum ytra fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn, en þó er ljóst að leikið verður í nágrenni Lundúna.

Landslið

6. janúar 2006

Skiladagur tillagna fyrir ársþing KSÍ er 11. janúar

60. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Ársþing

6. janúar 2006

Víkingur R. leitar að þjálfara fyrir 3. flokk karla

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Fræðsla

5. janúar 2006

KSÍ heldur UEFA B próf laugardaginn 21. janúar

KSÍ heldur UEFA B próf í þjálfaramenntun laugardaginn 21. janúar klukkan 10.00 í fundarsal D og E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. 

Fræðsla

5. janúar 2006

Viltu starfa við HM 2006 í Þýskalandi?

Alls munu um 15.000 sjálfboðaliðar starfa við úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.  Áhugasamir aðilar geta sótt um þátttöku til og með 28. febrúar, en nú þegar hafa um 40.000 manns sótt um.

Landslið

5. janúar 2006

Skagamenn hafa skilað leyfisgögnum

Skagamenn hafa nú skilað gögnum með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006. ÍA er þriðja félagið til að skila gögnum, en Keflavík og Fylkir höfðu þegar skilað.

Leyfiskerfi

4. janúar 2006

Eiður Smári íþróttamaður ársins annað árið í röð

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var á þriðjudagskvöld krýndur íþróttamaður ársins 2005 af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Eiður hlýtur þennan heiður.

Landslið

4. janúar 2006

Dregið í undankeppni EM U21 landsliða 27. janúar

Dregið verður í undankeppni Evrópumóts U21 landsliða karla 27. janúar.  Keppnin verður með sérstöku sniði í ár þar sem UEFA hefur ákveðið að færa úrslitakeppnirnar á þau ár sem úrslitakeppnir EM og HM eru ekki.

Landslið

3. janúar 2006

Íþróttamaður ársins 2005 krýndur í kvöld

Samtök íþróttafréttamanna tilkynna í kvöld, þriðjudagskvöld, hver verður fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2005.  Fimm knattspyrnumenn eru tilnefndir að þessu sinni, en þetta er í 50. sinn sem staðið er að kjörinu.

Landslið

3. janúar 2006

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 7. og 8. janúar

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi, dagana 7. og 8. janúar. Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið kallaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

3. janúar 2006

Keflvíkingar og Fylkismenn fyrstir til að skila

Leyfisfulltrúar Keflavíkur og Fylkis voru fyrstir til að skila gögnum með leyfisumsóknum sinna félaga fyrir keppnistímabilið 2006. Gögnin sem skilað er nú innihalda upplýsingar um ýmsa þætti.

Leyfiskerfi

31. desember 2005

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár!

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Fréttir

27. desember 2005

Fimm knattspyrnumenn tilnefndir

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða aðilar skipa 10 efstu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins 2005, en úrslitin verða kynnt 3. janúar næstkomandi.  Á meðal þessara tíu eru fimm knattspyrnumenn.

Landslið

22. desember 2005

GLEÐILEG JÓL !!!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA! NJÓTIÐ HÁTÍÐARINNAR SEM ALLRA BEST Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA.

Fréttir

21. desember 2005

Kvennalandsliðið í 19. sæti FIFA-listans

Ísland er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið í lok ársins og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti og litlar breytingar eru við topp listans.

Landslið

19. desember 2005

Knattspyrnudeild Selfoss 50 ára

Knattspyrnudeild Selfoss varð 50 ára 15. desember síðastliðinn og hélt veglegt afmælishóf af því tilefni. Fimm einstaklingar sem starfað hafa fyrir félagið um áratugaskeið voru sæmdir silfurmerki KSÍ.

Fréttir

19. desember 2005

Aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar

Ákveðið hefur verið að Bjarni Jóhannsson muni aðstoða Eyjólf Sverrisson með þjálfun A-landsliðs karla, og að Birkir Kristinsson muni aðstoða með þjálfun markvarða liðsins.

Landslið

19. desember 2005

Æfingar yngri landsliða 2006

Æfingaáætlun fyrir æfingar yngri landsliða karla og kvenna 2006 hefur verið birt.  Áætlunin gildir fram á vor og er fyrir U19 karla, U19 kvenna, U17 karla, U17 kvenna og U16 karla.

Landslið