Verslun
Leit
SÍA
Leit

19. desember 2005

Ísland í 94. sæti á FIFA-listanum í árslok

Síðasti FIFA-styrkleikalisti ársins fyrir karlalandslið hefur verið gefinn út og er Ísland í 94. sæti.  Brasilíumenn ljúka árinu á toppi listans, eins og þeir hafa reyndar gert síðustu fjögur árin.

Landslið

15. desember 2005

ÍF hlýtur viðurkenningu fyrir grasrótarstarf

KSÍ og UEFA veittu ÍF viðurkenningu á miðvikudag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða. Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics.

Fræðsla

13. desember 2005

KSÍ styður SOS barnaþorpin í verki

FIFA hefur gert samstarfssamning við SOS barnaþorpin í tengslum við HM 2006 í Þýskalandi. KSÍ hefur á sama hátt gert samkomulag við SOS barnaþorpin á Íslandi til að afla fjár til bágstaddra barna.

Fréttir

12. desember 2005

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla í desember

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla. Æfingarnar fara fram í Fífunni dagana 17. og 18. desember. Þjálfari U21 landsliðs karla er Lúkas Kostic.

Landslið

12. desember 2005

Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnufólk ársins 2005

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Ásthildi Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2005.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica, í beinni útsendingu á Sýn, Stöð 2 og NFS.

Landslið

8. desember 2005

Knattspyrnufólk ársins - nöfn fimm efstu birt

Mánudaginn 12. desember verður val á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu ársins 2005 kunngjört í móttöku á Nordica Hótel og viðurkenningar veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Landslið

6. desember 2005

Skrifstofan lokuð 23. desember og 2. janúar

Vakin er athygli á því að skrifstofa KSÍ verður lokuð 23. desember og 2. janúar næstkomandi. Opið verður milli jóla og nýárs - dagana 27. - 30. desember.

Fréttir

6. desember 2005

Úrtaksæfingar U16 karla 10. og 11. desember

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U16 landsliðs karla um komandi helgi. Þetta er fyrsti hópurinn af þremur sem verða boðaðir á æfingar liðsins í vetur.

Landslið

6. desember 2005

Dregið í riðla fyrir NM U21 kvenna 2006

Dregið hefur verið í riðla fyrir Opna Norðurlandamót U21 landsliða kvenna, sem fram fer í Noregi í júlí 2006.  Ísland er í riðli með Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum.

Landslið

5. desember 2005

Leyfisferlið fyrir 2006 farið af stað

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2006 hófst 15. nóvember síðastliðinn, þegar nauðsynleg gögn voru send til þeirra félaga sem unnið hafa sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.

Leyfiskerfi

2. desember 2005

U19 leikur í Svíþjóð og U17 í Rúmeníu

U19 karla leikur í Svíþjóð í október og U17 í Rúmeníu í september

Landslið

1. desember 2005

Dregið í EM riðla hjá U17 karla

Í morgun var dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða 2006/2007.

Landslið

1. desember 2005

Dregið í EM riðla U19 karla

Í morgun var dregið í riðla í undakeppni Evrópumóts U19 karla 2006/2007

Landslið

30. nóvember 2005

Íslensku vefverðlaunin 2005

Vefur KSÍ var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í ár í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Sigurverðlaunin féllu í hlut mbl.is fyrir leitarvélina Emblu.  Engu að síður er það mikil viðurkenning fyrir ksi.is að hljóta tilnefningu.

Fréttir

30. nóvember 2005

Úrtaksæfingar U17 karla fyrstu helgina í desember

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík fyrstu helgina í desember. Æft verður undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla.

Landslið

29. nóvember 2005

Landsleikir komnir í gagnagrunn KSÍ

Skrifstofa KSÍ hefur á þessu ári unnið í því að koma öllum eldri úrslitum inn í gagnagrunn sambandsins. Allir landsleikir Íslands frá upphafi í öllum landsliðum hafa verið skráðir, ásamt öllum leikjum í efstu deild karla.

Landslið

28. nóvember 2005

Vefur KSÍ tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

Vefur KSÍ hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Besti íslenski vefurinn. Fimm vefsíður eru tilnefndar í hverjum flokki, en flokkarnir eru alls fimm. KSÍ opnaði nýjan vef í maí á þessu ári.

Fréttir

28. nóvember 2005

Ráðstefna UEFA um unglingaknattspyrnu

Árleg ráðstefna UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu um knattspyrnu barna og unglinga er haldin á Kýpur í vikunni.  Ástráður Gunnarsson og Luka Kostic sitja ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ.

Fræðsla