Verslun
Leit
SÍA
Leit

28. nóvember 2005

Gögn frá norrænni grasrótarráðstefnu

Norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni fór fram í Helsinki í Finnlandi í október og sótti Halldór Örn Þorsteinsson ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ. Gögn frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg hér á ksi.is.

Fræðsla

23. nóvember 2005

Leikið gegn Hollandi í Zwolle

A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, um 125 kílómetrum frá Amsterdam.

Landslið

23. nóvember 2005

Ísland í 93. sæti á FIFA-listanum

A landslið karla hefur fallið um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er nú í 93. sæti. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en tékkar lauma sér upp fyrir Hollendinga í 2. sætið og þar fyrir neðan eru Argentínumenn og Frakkar.

Landslið

22. nóvember 2005

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna.

Landslið

21. nóvember 2005

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu 26. nóvember

Á undanförnum árum hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar heimsótt erlend félagslið og kynnt sér þjálfun þeirra.

Fræðsla

18. nóvember 2005

ÍBV veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf

ÍBV var á dögunum veitt sérstök viðurkenning fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005 - Shellmót ÍBV.  Það voru fulltrúar KSÍ sem afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenninguna á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum.

Fræðsla

15. nóvember 2005

Ólafur og Úlfar þjálfarar ársins hjá KÞÍ 2005

Á aðalfundi  KÞÍ 12. nóvember síðastliðinn voru Ólafur Jóhannesson þjálfari FH og Úlfar Hinriksson þjálfari Breiðabliks útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2005.

Fræðsla

15. nóvember 2005

Úrtaksæfingar U19 kvenna 19. og 20. nóvember

Dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U19 landslið kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ og í Egilshöll í Reykjavík. Æfingarnar fara fram undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, þjálfara liðsins.

Landslið

14. nóvember 2005

Fjórir hlutu Gullmerki KÞÍ

Á aðalfundi KÞÍ síðastliðinn laugardag veitti formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, fjórum aðilum gullmerki KÞÍ fyrir framlög sín til þjálfaramenntunar í knattspyrnu hér á landi.

Fræðsla

14. nóvember 2005

Formannafundur á Nordica um liðna helgi

Síðastliðinn laugardag fór fram fundur með formönnum aðildarfélaga KSÍ og var hann haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík. Á fundinum var rætt um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni hér á landi.

Leyfiskerfi

10. nóvember 2005

Vináttuleikur A-kvenna gegn Hollandi í apríl

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Landslið

8. nóvember 2005

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2005

ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00. Fjallað verður um fjárhagsstöðu boltaíþrótta og meðal annars um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.

Fræðsla

8. nóvember 2005

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 11-13. nóvember

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 11-13. nóvember næstkomandi.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig á námskeiðið.  IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2006.

Fræðsla

8. nóvember 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 12. og 13. nóvember

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni og Egilshöll um næstu helgi. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni og koma þeir frá félögum víðs vegar um landið.

Landslið

8. nóvember 2005

FIFA sektar KSÍ um 230.000 krónur

FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.

Landslið

7. nóvember 2005

Leikjum ársins í undankeppni HM lokið

Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári.  Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.

Landslið

4. nóvember 2005

Norræn grasrótarráðstefna í Helsinki

Dagana 28. og 29. október fór fram í annað sinn norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni - Grassroots. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi og var Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála, fulltrúi KSÍ.

Fræðsla

4. nóvember 2005

Vinnufundur um nýja leyfishandbók UEFA

Í vikunni fór fram fundur UEFA um nýja handbók vegna leyfiskerfisins, sem væntanlega verður tekin í gagnir hér á landi fyrir keppnistímabilið 2007. Fulltrúar KSÍ á fundinum voru Ómar Smárason og Lúðvík S. Georgsson.

Leyfiskerfi