3. nóvember 2005
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30.
3. nóvember 2005
Samkvæmt 19. grein laga KSÍ hefur stjórn sambandsins gert breytingar á keppnisfyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna innanhúss. Opnað er á þann möguleika að fjölga deildum kvenna úr tveimur í þrjár.
1. nóvember 2005
Úrtaksæfingar yngi landsliða karla og kvenna hefjast næstu helgi með æfingum U19 landsliðs karla í Fífunni og Egilshöll og næstu helgar þar á eftir verða úrtaksæfingar hjá fjórum öðrum yngri landsliðum karla og kvenna.
1. nóvember 2005
Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og mun hann stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum, en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003.
1. nóvember 2005
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 29 leikmenn úr 17 félögum á úrtaksæfingar U19 landsliðs karla um komandi helgi.
31. október 2005
KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið helgina 4-6. nóvember 2005 í Reykjavík og Keflavík.
24. október 2005
KSÍ heldur II. stigs þjálfaranámskeið helgarnar 28-30.október og 4-6.nóvember næstkomandi í Reykjavík/Keflavík og helgina 28-30.október á Akureyri.
24. október 2005
Ísland er í 92. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í síðustu viku, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr og Hollendingar eru áfram í öðru sæti.
21. október 2005
Spurningaspilið Spark kom í verslanir á föstudag, en um er að ræða fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu, samkvæmt fréttatilkynningu frá framleiðanda.
19. október 2005
KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík/Keflavík helgina 14-16.október. Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig til þátttöku á þessu námskeiði sem er bæði bóklegt og verklegt.
19. október 2005
Ísland er í milliriðli í EM U19 landsliða kvenna með Englandi, Danmörku og Rúmeníu, en dregið var í riðla í Osló í Noregi í dag, miðvikudag. Milliriðlarnir fara fram í lok apríl á næsta ári.
17. október 2005
Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.
14. október 2005
Athygli er vakin á því að skrifstofa KSÍ verður opin frá kl. 09:00 til 16:00 á föstudögum í vetur og lokar því einni klukkustund fyrr á föstudögum en aðra virka daga.
14. október 2005
A landslið karla er í 5. styrkleikaflokki samkvæmt flokkun UEFA fyrir undankeppni EM 2008. Dregið verður í riðla í Montreux í Sviss 27. janúar næstkomandi. Úrslitakeppnin fer fram í Austurríki og Sviss.
14. október 2005
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við þjálfara A landsliðs karla, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson, en samningar þeirra renna út 31. október næstkomandi.
14. október 2005
Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Eyjólf Sverrisson sem þjálfara A landsliðs karla. Samningurinn er til næstu tveggja ára - gildir frá 1. nóvember 2005 til 31. október 2007.
12. október 2005
Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006 á Råsunda í kvöld. Árni Gautur Arason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar Helguson koma inn í liðið.
12. október 2005
Baráttuglaðir Íslendingar biðu lægri hlut gegn sterku liði Svía í lokaumferð undankeppni HM 2006, en liðin mættust á Råsunda í Stokkhólmi í dag. Íslenska liðið tók forystuna í leiknum, en Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-1.