Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. október 2005

Ísland hefur ekki tapað gegn Svíþjóð á árinu

Landslið Íslands og Svíþjóðar hafa mæst sex sinnum á þessu ári og hefur Svíum ekki enn tekist að sigra.  Öll yngri landslið karla hafa leikið gegn sænskum landsliðum á árinu, sem og A landslið kvenna.

Landslið

11. október 2005

Íslandsleikar Special Olympics 2005

Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir á Sauðárkróki 24. september síðastliðinn, en þessir leikar eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ.

Fræðsla

11. október 2005

Viltu verða knattspyrnudómari?

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti en námskeiðinu lýkur síðan með prófi 19. nóvember.

Fræðsla

11. október 2005

Norðurlandamót yngri landsliða næstu árin

Ákveðið hefur verið hvar Norðurlandamót yngri landsliða fara fram árin 2006 - 2012.  Þrjú mót eru áætluð á Íslandi - U17 kvenna 2008, U21 kvenna 2009 og U17 karla 2011.

Landslið

11. október 2005

Þrír af yngri leikmönnum Íslands leika í Svíþjóð

Þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíum í lokaumferð undankeppni HM 2006 í Stokkhólmi á miðvikudag leika með sænskum liðum. Allir eru þeir meðal yngstu leikmanna í hópnum.

Landslið

11. október 2005

Fimm leikmenn í sænska hópnum leika í Svíþjóð

Fimm leikmenn í 22 manna hópi Svía sem tilkynntur var fyrir leikina gegn Króötum og Íslendingum leika með sænskum félagsliðum. Sex leikmenn í 20 manna hópi Íslands leika hér á landi.

Landslið

11. október 2005

Úrtaksæfingar U17 kvenna í Fífunni um helgina

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi.  Alls hafa leikmenn 35 frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

11. október 2005

Byrjunarlið U21 karla gegn Svíum í Eskilstuna

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 liðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum, en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.

Landslið

11. október 2005

Fjögur mörk gegn Svíum og glæsilegur sigur í höfn

U21 landslið karla lagði Svía að velli á glæsilegan hátt með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í Svíþjóð fyrr í dag, þriðjudag.

Landslið

10. október 2005

KSÍ I þjálfaranámskeið 14-16. október

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík/Keflavík og á Akureyri helgina 14-16.október. Alls hafa rúmlega 60 þjálfarar skráð sig til þátttöku á námskeiðunum sem eru bæði bókleg og verkleg.

Fræðsla

10. október 2005

Lokaumferð undankeppni EM U21 karla á þriðjudag

Lokaumferðin í undankeppni EM U21 landsliða karla fer fram á þriðjudag.  Ísland mun hafna í fjórða sæti, hvernig sem leikir dagsins fara, en íslenska liðið getur þó haft áhrif á lokastöðu riðilsins.

Landslið

10. október 2005

Svíar þurfa stig til að tryggja HM-sætið

Lokaumferð undankeppni HM 2006 fer fram á miðvikudag. Í 8. riðli þurfa Svíar a.m.k. jafntefli gegn Íslendingum á Råsunda til að tryggja sæti í lokakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.

Landslið

7. október 2005

Leikmaður Víkings R. úrskurðaður í langt leikbann

Á fundi aganefndar KSÍ var Vilmundur Sveinsson, leikmaður 2. flokks karla hjá Víkingi R., úrskurðaður í tímabundið leikbann og er honum óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ til og með 17. júní 2006.

Agamál
Lög og reglugerðir

7. október 2005

Byrjunarlið U19 karla gegn Bosníu/Hersegóvínu

Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir leikinn gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag, sem hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í riðlinum.

Landslið

7. október 2005

Góður sigur á Bosníumönnum

U19 landslið karla vann í dag, föstudag, góðan 2-0 sigur á liði Bosníu/Hersegóvínu í lokaumferð síns riðils í undankeppni EM, en riðillinn fór einmitt fram í Sarajevo í Bosníu. Bæði mörk íslenska liðsins komu seint í leiknum.

Landslið

7. október 2005

Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í dag. Liðin mætast í Varsjá og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Sýn.

Landslið

7. október 2005

Tap gegn Pólverjum í fimm marka leik

Íslenska landsliðið tapaði vináttulandsleik gegn Pólverjum í Varsjá í dag, föstudag. Fimm mörk voru skoruð í leiknum og átti íslenska liðið tvö þeirra, bæði í fyrri hálfleik. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik.

Landslið

5. október 2005

Byrjunarlið U19 karla gegn Króatíu

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni EM í dag. Riðillinn fer fram í Sarajevo í Bosníu.

Landslið