Verslun
Leit
SÍA
Leit

5. október 2005

Hannes Þ. Sigurðsson í landsliðshópinn

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum á föstudag og hafa landsliðsþjálfararnir kallað á Hannes Þ. Sigurðsson í hans stað.

Landslið

5. október 2005

Rússneskir dómarar í báðum A-landsleikjunum

Dómgæslan í báðum leikjum A-landsliðs karla sem framundan eru verður í höndum Rússa - í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum og leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.

Landslið

5. október 2005

Sigurmark Króata á lokasekúndunum

Króatar gerðu dramatískt sigurmark gegn Íslandi á lokamínútunni í undankeppni EM U19 landsliða karla, en liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið á því ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Landslið

4. október 2005

Upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands

Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2006 þann 12. október næstkomandi. Upphitunin fer fram á Crazy Horse, Sturegatan 12, í miðbæ Stokkhólms.

Landslið

3. október 2005

Árborg óskar eftir þjálfara

Viltu þjálfa skemmtilegasta knattspyrnulið á Íslandi? Knattspyrnufélag Árborgar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla á komandi keppnistímabili. Aðsetur félagsins er á Selfossi en Árborg leikur í 3. deild.

Fræðsla

3. október 2005

Þjálfarastyrkir ÍSÍ - Haust 2005

Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja námskeið eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000.

Fræðsla

3. október 2005

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Búlgörum

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins í dag

Landslið

3. október 2005

U19 kvenna áfram þrátt fyrir tap gegn Rússum

Þrátt fyrir 1-5 tap gegn Rússum í lokaumferð undankeppni EM U19 liða kvenna komst Ísland áfram í milliriðla, sem fram fara í apríl á næsta ári. Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði mark Íslands gegn Rússum.

Landslið

3. október 2005

Eins marks tap gegn Búlgörum hjá U19 karla

Mark úr vítaspyrnu á 50. mínútu réði úrslitum í leik U19 landsliðs karla gegn jafnöldrum sínum frá Búlgaríu í undankeppni EM í dag.  Fátt markvert gerðist í leiknum og lítið var um færi.

Landslið

3. október 2005

Þrír leikmenn í U21 hópnum í fyrsta sinn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið þrjá leikmenn sem leika með U19 landsliðinu í hópinn fyrir lokaleik U21 liðsins í undankeppni EM 2006, gegn Svíþjóð 11. október.

Landslið

3. október 2005

Breytingar á landsliðshópnum gegn Pólverjum og Svíum

Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í hópinn í stað Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar.

Landslið

30. september 2005

Laus þjálfarastörf hjá Fram

Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Æskilegt er að þjálfarar hafi reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Fræðsla

30. september 2005

Aldrei unnið Pólverja, en tvisvar unnið Svía

A landslið karla leikur tvo landsleiki í október - vináttulandsleik gegn Pólverjum og leik í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.  Íslenska liðið hefur aldrei hampað sigri gegn Pólverjum, en hefur tvisvar sinnum lagt Svía að velli.

Landslið

29. september 2005

U19 kvenna mætir Bosníu/Hersegóvínu í dag

U19 landslið kvenna leikur gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Riðillinn fer fram í Sarajevo, þannig að bosníska liðið er á heimavelli.

Landslið

29. september 2005

Klara Bjartmarz eftirlitsmaður UEFA í Portúgal

Klara Ósk Bjartmarz er eftirlitsmaður UEFA með riðli í undankeppni EM U19 landsliða kvenna. Riðillinn fer fram í Portúgal í vikunni og í honum eru, auk heimamanna, Slóvakía, Wales og Kasakstan.

Landslið

29. september 2005

Annar stórsigurinn í röð hjá U19 kvenna

U19 kvenna vann í dag annan stórsigurinn í röð í undankeppni EM. Lið Bosníu/Hersegóvínu var lagt að velli með fimm mörkum gegn engu og þar með er sæti í milliriðli öruggt.

Landslið

28. september 2005

KSÍ sektað um hálfa milljón króna

FIFA hefur sektað KSÍ um 10.500 svissneska franka, eða um hálfa milljón króna, vegna fjölda áminninga sem A landslið karla fékk í tveimur leikjum í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu og Búlgaríu.

Landslið

28. september 2005

Sænski hópurinn gegn Króatíu og Íslandi

Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október.

Landslið