Verslun
Leit
SÍA
Leit

28. september 2005

Landsliðshópur Pólverja gegn Íslandi

Pólverjar hafa tilkynnt hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi 7. október, en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir lokaumferð undankeppni HM.  Pólverjar leika gegn Englendingum 12. október.

Landslið

28. september 2005

Íslenski hópurinn gegn Pólverjum og Svíum

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október og leikinn gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni HM 2006 12. október.

Landslið

27. september 2005

ÍR leitar eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla

Unglingaráð ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla. Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg. Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60 og er aðstoðarþjálfari fyrir hendi.

Fræðsla

27. september 2005

U19 landslið karla til Bosníu/Hersegóvínu

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landslið karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í Bosníu/Hersegóvínu í byrjun október.

Landslið

27. september 2005

Sjö marka sigur hjá U19 kvenna gegn Georgíu

U19 landslið kvenna vann Georgíu með sjö mörkum gegn engu í undankeppni EM í dag, þriðjudag. Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir íslenska liðið.

Landslið

27. september 2005

U17 karla úr leik eftir tap gegn Tékkum

U17 landslið karla hafnaði í 3. sæti síns riðils í undankeppni EM, sem fram fór í Bosníu/Hersegóveníu.  Lokaumferðin fór fram í dag, þriðjudag, og beið íslenska liðið 1-4 ósigur gegn Tékkum.

Landslið

27. september 2005

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Georgíu

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Georgíu í undankeppni EM, en liðin mætast kl. 14:00 í dag að íslenskum tíma.

Landslið

27. september 2005

Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem hóf leikinn gegn Svíum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma

Landslið

26. september 2005

Lokahóf knattspyrnumanna 2005

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 1. október næstkomandi. Veittar verða viðurkenningar, flutt lög úr nýrri söngskemmtun og Á móti sól leikur síðan fyrir dansi.

Fréttir

26. september 2005

Skrifstofa KSÍ lokuð eftir kl. 13:00 á þriðjudag

Skrifstofa KSÍ verður lokuð eftir kl. 13:00 þriðjudaginn 27. september. Þeim sem þurfa að hafa samband við KSÍ milli kl. 13:00 og 17:00 þann dag er bent á upplýsingar um starfsfólk hér á ksi.is, undir Allt um KSÍ.

Fréttir

25. september 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætir Svíum í dag klukkan 9 frá liðinu sem vann Andorramenn á föstudag. 

Landslið

25. september 2005

Jafntefli gegn Svíum hjá U17 karla

U17 landslið karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í öðrum leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar.

Landslið

24. september 2005

Eins marks tap hjá A kvenna í Tékklandi

A landslið kvenna beið í dag, laugardag, lægri hlut gegn Tékkum í undankeppni HM 2007. Eina mark leiksins kom snemma í fyrri hálfleik og þrátt fyrir mikla baráttu tókst íslenska liðinu ekki að jafna metin.

Landslið

23. september 2005

Þýskubíllinn fer hringferð um landið

Þýskuþjálfarinn, Kristian Wiegand, mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla á Íslandi, kynna heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006 og bjóða upp á örnámskeið í “fótboltaþýsku”.

Fræðsla

23. september 2005

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust?

Þjálfaranámskeið KSÍ hefjast nú fljótlega og skráning er hafin á flest námskeiðin. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg þátttaka og því er best að skrá sig sem fyrst.

Fræðsla

23. september 2005

Óbreytt byrjunarlið A kvenna frá síðasta leik

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá jafnteflisleiknum gegn Svíum þegar íslenska liðið mætir Tékkum í undankeppni HM 2007 í Tékklandi á laugardag.

Landslið

23. september 2005

Leikið á gervigrasi í HM U17 karla í Perú

Úrslitakeppni HM U17 landsliða karla fer fram þessa dagana í Perú og fara allir leikir fram á gervigrasi, þar á meðal úrslitaleikurinn sem leikinn verður á þjóðarleikvangi þeirra Perúmanna í höfuðborginni Lima.

Landslið

23. september 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjnarliði sem leikur gegn Andorra í fyrsta leiknum í undanriðli Evrópukeppnirnar í dag klukkan 10 að íslenskum tíma.

Landslið