Verslun
Leit
SÍA
Leit

23. september 2005

Farangursvandræði hjá A landsliði kvenna

A landslið kvenna lenti í vandræðum á leið sinni til Tékklands til að leika við heimamenn í undankeppni HM. Allur farangur liðsins varð eftir á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Landslið

23. september 2005

Öruggur sex marka sigur gegn Andorra

U17 landslið karla vann í dag öruggan 6-0 sigur á Andorra í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi. Í riðlinum leika einnig Svíþjóð og Tékkland, en þau lið mætast síðar í dag.

Landslið

22. september 2005

Huginn leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla

Huginn Seyðisfirði leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Huginn hélt sæti sínu í 2. deild síðastliðið sumar og er markið sett enn hærra fyrir næsta sumar.  Skilyrði er að þjálfari sé búsettur á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina.

Fræðsla

22. september 2005

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Wales

Jóhannes Valgeirsson, FIFA dómari og Gunnar Sverrir Gunnarsson, FIFA aðstoðardómari, dæma í vikunni í undankeppni Evrópumóts landsliða U17.

Landslið

22. september 2005

Kveðjuleikur Erlu Hendriksdóttur

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu.

Landslið

22. september 2005

Miðar til sölu á lokaleikinn í undankeppni HM 2006

KSÍ hefur til sölu miða fyrir Íslendinga á viðureign Íslands og Svíþjóðar í undankeppni HM karlalandsliða 2006, sem fram fer í Svíþjóð 12. október næstkomandi, en um er að ræða lokaleik Íslands í riðlinum.

Landslið

22. september 2005

Undirbúningshópur U19 karla fyrir undankeppni EM

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 34 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í byrjun október.

Landslið

22. september 2005

Framkvæmdastjórn UEFA fundar á Íslandi í júlí 2006

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á miðvikudag að halda fund framkvæmdastjórnar á Íslandi 12. og 13. júlí 2006, að nýlokinni úrslitakeppni HM 2006 í Þýskalandi.

Lög og reglugerðir

20. september 2005

Knattspyrnudeild Vals áminnt og sektuð

Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍBV gegn Val.  ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. 

Agamál
Lög og reglugerðir

20. september 2005

Ráðstefnu KÞÍ aflýst

Ráðstefnu KÞÍ í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla, sem vera átti um næstu helgi, hefur verið aflýst. Þess í stað mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ standa fyrir afmælisráðstefnu 12. - 13. nóvember næstkomandi.

Fræðsla

20. september 2005

Systkini í U19 landsliðum Íslands

Systkinin Björg Bjarnadóttir og Birkir Bjarnason eru í U19 landsliðum Íslands. Þau eru búsett í Stavanger í Noregi og eru börn Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lék m.a. með Þór Akureyri og ÍBV hér á árum áður.

Landslið

19. september 2005

Breiðablik leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka

Unglingaráð Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum til að þjálfa yngri flokka. Þjálfara vantar fyrir þrjá karlaflokka og tvo kvennaflokka.

Fræðsla

19. september 2005

Garðar Örn Hinriksson dæmir í EM U17 karla

Garðar Örn Hinriksson og Sigurður Óli Þórleifsson verða að störfum í undankeppni EM U17 landsliða karla í vikunni.  Þeir félagar starfa í leikjum riðils sem fram fer í Finnlandi.

Landslið

19. september 2005

U19 kvenna leikur í Bosníu um mánaðamótin

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir undankeppni EM sem fram fer í Bosníu/Hersegóvínu um næstu mánaðamót.

Landslið

19. september 2005

Tæplega 50 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram 24. og 25. september í Fífunni í Kópavogi. Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á æfingarnar.

Landslið

16. september 2005

Mikill áhugi á leik Svíþjóðar og Íslands

Mikill áhugi er í Svíþjóð á leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Íslandi, en hann fer fram 12. október næstkomandi. Nú þegar hafa 28.100 aðgöngumiðar verið seldir og talið líklegt að uppselt verði á leikinn.

Landslið

16. september 2005

Upp um eitt sæti á styrkleikalistanum

Ísland hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og er nú í 17. sæti. Engin breyting er á efstu sætunum, Þjóðverjar eru áfram efstir, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja.

Landslið

16. september 2005

U17 landslið karla til Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir undankeppni EM. Riðill Íslands fer fram í Andorra 23. - 27. september og eru Tékkland og Svíþjóð einnig í riðlinum.

Landslið