Verslun
Leit
SÍA
Leit

15. september 2005

Grótta auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár.

Fræðsla

15. september 2005

Landsliðsmenn heimsóttu langveik börn í Rjóðri

Landsliðsmennirnir Gylfi Einarsson, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson heimsóttu Rjóður - hjúkrunarheimili fyrir langveik börn - þegar þeir komu til landsins fyrir leikinn gegn Króatíu á dögunum.

Landslið

15. september 2005

Úrtaksæfingar U19 karla 17. og 18. september

Úrtaksæfingar fyrir U19 lið karla verða haldnar um næstu helgi, 17. og 18. september í Fífunni í Kópavogi. U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í Bosníu í byrjun október.

Landslið

14. september 2005

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið hefur hækkað um tvö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði og er nú í 92. sæti.  Svíar snúa aftur á topp 10 eftir níu ára fjarveru, á kostnað Englendinga.

Landslið

12. september 2005

Fylki dæmdur sigur gegn Fram

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Fram vegna leiks í B-liðum 3. flokks karla þar sem Fylkir taldi Fram hafa teflt fram ólöglegum leikmönnum. Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Agamál
Lög og reglugerðir

12. september 2005

Afturelding leitar að þjálfurum

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir meistaraflokk og 2. flokk karla. Frekari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir - anna@istex.is.

Fræðsla

12. september 2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 13. - 18. september

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 13. - 18. september og hafa 26 leikmenn verið boðaðir að þessu sinni. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla.

Landslið

10. september 2005

Kvennalandsliðið gegn Tékkum tilkynnt

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir viðureignina gegn Tékkum í undankeppni HM 2007, en liðin mætast í Kravare í Tékklandi 24. september.

Landslið

9. september 2005

ÍR dæmdur sigur gegn Leiftri/Dalvík í 2. deild

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn Leiftri/Dalvík vegna leiks í 2. deild karla þar sem ÍR taldi að Leiftur/Dalvík hefði notað þjálfara í leikbanni.  Dómstóllinn úrskurðaði ÍR 3-0 sigur.

Agamál
Lög og reglugerðir

9. september 2005

Verndum bernskuna

Nýlega var sett af stað verkefnið Verndum bernskuna - Heilræði fyrir foreldra og uppalendur.  Það er ósk aðstandenda verkefnisins að það eigi eftir að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna.

Fræðsla

8. september 2005

Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir Val í hag

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli Vals gegn Fjölni vegna leiks í 3. flokki karla.  Fjölnir kærði leikinn og var úrskurður Dómstóls KSÍ þeim í hag.  Valsmenn áfrýjuðu og nú hefur Áfrýjunardómstóllinn hrundið fyrri dómnum.

Agamál
Lög og reglugerðir

8. september 2005

Hvöt óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk

Hvöt á Blönduósi leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Ráðningartími yrði frá hausti 2005 til september 2006. Búseta á Blönduósi er skilyrði yfir sumarmánuðina, þarf helst að vera spilandi leikmaður.

Fræðsla

7. september 2005

Búlgaría og Ísland mætast í undankeppni HM í dag

Búlgaría og Ísland mætast í dag, miðvikudag, í undankeppni HM 2006 á Vassil Levski leikvanginum í Sofia. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

Landslið

7. september 2005

Ein breyting fyrir leikinn gegn Búlgaríu

Ein breyting hefur verið gerð á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Króötum á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2006.  Kári Árnason kemur inn í liðið fyrir Gylfa Einarsson, sem er í leikbanni.

Landslið

7. september 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 10. og 11. september

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram um helgina og hafa alls 17 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara liðsins.

Landslið

7. september 2005

Grátlegt tap gegn Búlgörum í Sofia

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Búlgaríu í kvöld, miðvikudagskvöld, með þremur mörkum gegn tveimur í leik sem fram fór í Sofia. Ísland komst í 2-0, en heimamenn náður að gera þrjú mörk áður en yfir lauk.

Landslið

6. september 2005

Tvær breytingar á byrjunarliði U21 karla

Gerðar hafa verið tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu í dag í undankeppni EM.  Garðar Gunnlaugsson og Andri Ólafsson koma inn í byrjunarliðið.

Landslið

6. september 2005

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 24 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna, sem fram fer um næstu mánaðamót í Bosníu-Hersegovínu.

Landslið