Verslun
Leit
SÍA
Leit

6. september 2005

Frábær 3-1 sigur hjá U21 karla í Sofia

U21 landslið karla vann í dag, þriðjudag, frábæran 3-1 sigur á liði Búlgara í undankeppni EM 2006, en liðin mættust í Sofia í Búlgaríu. Íslenska liðið lék vel í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Landslið

5. september 2005

Íslenskir dómarar á þremur landsleikjum

Íslenskir dómarar verða á þremur landsleikjum í vikunni. Garðar Örn Hinriksson og Egill már Markússon dæma leiki í undankeppni EM U21 landsliða karla og Kristinn Jakobsson dæmir leik í undankeppni HM 2006.

Landslið

5. september 2005

Búlgarar vilja mörk á móti Íslendingum

Eftir þriggja mark tap gegn gegn Svíum á laugardag hefur Hristo Stoichkov, þjálfari búlgarska landsliðsins, gert þá kröfu til sinna manna að þeir vinni sigur á Íslendingum á miðvikudag, og það á sannfærandi hátt.

Landslið

5. september 2005

Tyrkneskir dómarar í Sofia

Tyrkneskur dómara kvartett verður á viðureign Búlgaríu og Íslands í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.  Fimm leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni og því vonandi að Tyrkinn verði í góðu skapi.

Landslið

4. september 2005

Bjarni Ólafur í hópinn í stað Gylfa

Gylfi Einarsson fékk að líta gula spjaldið í leiknum gegn Króatíu á laugardag og verður hann því í leikbanni gegn Búlgaríu á miðvikudag. Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hefur verið kallaður í hópinn í hans stað.

Landslið

3. september 2005

5.000 miðar seldir í forsölu

Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu lauk á föstudagskvöld og hafa nú alls selst um 5.000 miðar á leikinn.  Miðasala við Laugardalsvöll er hafin og er fólk er hvatt til að tryggja sér miða sem allra fyrst og fjölmenna á völlinn.

Landslið

3. september 2005

Eins marks tap í jöfnum leik gegn Hollandi

U19 landslið karla tapaði 0-1 gegn Hollendingum í vináttulandsleik í Spekenburg í Hollandi á föstudag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og hefði sigurinn getað lent hvorum megin sem var.

Landslið

3. september 2005

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu tilkynnt kl. 16:00

Byrjunarlið Íslands gegn Króötum í undankeppni HM 2006 verður tilkynnt kl. 16:00 í dag og verður það birt hér á ksi.is .  Líklegt þykir að leikkerfið verði svipað og gegn Suður-Afríku fyrr í mánuðinum.

Landslið

3. september 2005

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í dag

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006.

Landslið

3. september 2005

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik færðu þeim sigur

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik tryggðu þeim sigur í á Íslendingum í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og voru gestirnir mun sterkari í þeim síðari.

Landslið

2. september 2005

Króatar berjast við Svía um toppsætið

Króatar, sem verða gestir á Laugardalsvellinum á laugardag, eiga í harðri baráttu við Svía um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2006. Sæti í úrslitakeppninni í Þýskalandi á næsta ári er í húfi.

Landslið

2. september 2005

Króatar sterkari á KR-vellinum

U21 landslið karla tapaði 1-2 gegn Króötum á KR-vellinum í undankeppni EM í kvöld. Króatarnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og var sigur þeirra fyllilega verðskuldaður.

Landslið

2. september 2005

Byrjunarlið U19 karla gegn Hollendingum

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum, en liðin mætast í Spakenburg í Hollandi í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Landslið

2. september 2005

Nokkuð breytt lið hjá U21 karla gegn Króötum

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið U21 karla gegn Króötum í EM, en liðin mætast á KR-velli í dag kl. 17:00.  Fjórir sterkir leikmenn eru fjarverandi og því fá nýir leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna.

Landslið

2. september 2005

Netsölu lokið - 4.000 miðar seldir

Netsölu á viðureign Íslands og Króatíu, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, lauk á fimmtudagskvöld og hafa nú alls selst um 4.000 miðar á leikinn.  Forsala heldur áfram á Nestis-stöðvum ESSO í dag, föstudag.

Landslið

1. september 2005

134.000 heimsóknir á ksi.is í ágúst

Heimsóknir á vef KSÍ í ágúst voru alls um 134.000, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Heimsóknir á vef KSÍ eru nú að staðaldri yfir 100.000 á mánuði og vel rúmlega það yfir sumartímann.

Fréttir

1. september 2005

Margir leggja sitt af mörkum

Þó ætlast sé til þess að framherjarnir sjái um bróðurpartinn af markaskorun er ekki verra ef aðrir leggja sitt af mörkum. Af 16 útispilurum í landsliðshópi Íslands gegn Króatíu hafa 13 leikmenn skorað.

Landslið

1. september 2005

Langflestir í A-landsliðinu leika utan Króatíu

Langflestir leikmanna A-landsliðs Króata leika með félagsliðum utan Króatíu, eða 19 af 22 leikmönnum í hópnum.  Í U21 snýst dæmið við, en þar leika aðeins tveir leikmenn utan heimalandsins.

Landslið