1. september 2005
Þegar þetta er ritað hafa um 3.500 miðar verið seldir á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006, en liðin mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:05. Netsölu lýkur í á fimmtudagskvöld kl. 20:00.
1. september 2005
Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins. Á laugardeginum verður æft á Tungubökkum, en á sunnudeginum í Egilshöll.
31. ágúst 2005
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Króatía afhenta föstudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).
31. ágúst 2005
Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í síðastliðinn sunnudag. Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins.
31. ágúst 2005
Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur. Dómararnir í leik U21 liðanna á föstudag koma frá Ísrael.
31. ágúst 2005
Þrír leikmenn A landsliðs karla eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar. Eiður Smári, Hermann og Gylfi hafa allir fengið gult spjald í keppninni.
31. ágúst 2005
Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á föstudag. Bjarni Þ. Halldórsson og Viktor B. Arnarsson geta ekki tekið þátt. Í þeirra stað koma Magnús Þormar og Eyjólfur Héðinsson.
29. ágúst 2005
A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.
29. ágúst 2005
Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur. Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.
29. ágúst 2005
Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu. Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.
28. ágúst 2005
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.
28. ágúst 2005
A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007. Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.
25. ágúst 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.
25. ágúst 2005
Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006. Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.
25. ágúst 2005
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM. Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.
24. ágúst 2005
Síðan Þýskubíllinn var settur af stað 13. júlí síðastliðinn hefur hann komið víða við og vakið áhuga fólks á HM 2006 og notkun þýsku í tengslum við knattspyrnu. Viðkomustaðir hafa m.a. verið æfingar hjá knattspyrnufélögum.
24. ágúst 2005
Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag. Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.
24. ágúst 2005
Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi.