Verslun
Leit
SÍA
Leit

1. september 2005

3.500 miðar þegar seldir á Ísland - Króatía

Þegar þetta er ritað hafa um 3.500 miðar verið seldir á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006, en liðin mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:05. Netsölu lýkur í á fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Landslið

1. september 2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 3. og 4. september

Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins. Á laugardeginum verður æft á Tungubökkum, en á sunnudeginum í Egilshöll.

Landslið

31. ágúst 2005

Aðgöngumiðar fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Króatía afhenta föstudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).

Landslið

31. ágúst 2005

Þóra valin maður leiksins í Karlskoga

Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í síðastliðinn sunnudag. Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins.

Landslið

31. ágúst 2005

Þýskir dómarar á leik Íslands og Króatíu

Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur. Dómararnir í leik U21 liðanna á föstudag koma frá Ísrael.

Landslið

31. ágúst 2005

Þrír leikmenn á gulu spjaldi

Þrír leikmenn A landsliðs karla eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar. Eiður Smári, Hermann og Gylfi hafa allir fengið gult spjald í keppninni.

Landslið

31. ágúst 2005

Tvær breytingar á U21 hópnum gegn Króatíu

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á föstudag. Bjarni Þ. Halldórsson og Viktor B. Arnarsson geta ekki tekið þátt. Í þeirra stað koma Magnús Þormar og Eyjólfur Héðinsson.

Landslið

29. ágúst 2005

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.

Landslið

29. ágúst 2005

Landsliðshópurinn gegn Króötum og Búlgörum

Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur. Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.

Landslið

29. ágúst 2005

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu

Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu. Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Landslið

28. ágúst 2005

Byrjunarliðið gegn Svíum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.

Landslið

28. ágúst 2005

Frábær úrslit á útivelli gegn sterku liði Svía

A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007. Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.

Landslið

25. ágúst 2005

Fjölni dæmdur sigur gegn Val

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Agamál
Lög og reglugerðir

25. ágúst 2005

Hópur Króata fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu

Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006. Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.

Landslið

25. ágúst 2005

Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM. Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.

Landslið

24. ágúst 2005

Þýskubíllinn hefur komið víða við

Síðan Þýskubíllinn var settur af stað 13. júlí síðastliðinn hefur hann komið víða við og vakið áhuga fólks á HM 2006 og notkun þýsku í tengslum við knattspyrnu. Viðkomustaðir hafa m.a. verið æfingar hjá knattspyrnufélögum.

Fræðsla

24. ágúst 2005

Svíar með eitt af bestu kvennalandsliðum heims

Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag.  Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.

Landslið

24. ágúst 2005

Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag

Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi.

Landslið