23. ágúst 2005
Knattspyrnufélagið Þróttur þarf að bæta við sig þjálfurum fyrir næsta starfsár. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi. Boðið er upp á bestu aðstöðu sem völ er á í Laugardalnum.
23. ágúst 2005
Smellið hér að neðan til að skoða myndasyrpu úr viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna síðastliðinn sunnudag. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum ytra sunnudaginn 28. ágúst.
23. ágúst 2005
Íslenska kvennalandsliðið mæti Svíum ytra næstkomandi sunnudag í undankeppni HM 2007. Þessi tvö lið hafa mæst 6 sinnum áður og hafa Svíar hampað sigri í öll skiptin. Íslendingar hafa skorað eitt mark en Svíar 23.
23. ágúst 2005
Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 er hafin á ksi.is og esso.is. Liðin mætast á Laugardalsvelli laugardaginn 3. september næstkomandi og hefst leikurinn kl. 18:05.
22. ágúst 2005
Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til umsóknar þjálfarastöður fyrir yngri flokka keppnistímabilið 2005-2006. UKÍA býður þjálfurum topp æfingaaðstöðu.
22. ágúst 2005
Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM á sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni. Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.
22. ágúst 2005
Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.
21. ágúst 2005
A landslið kvenna vann í dag öruggan 3-0 sigur á liði Hvít-Rússa í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2007. Nokkur góð færi fóru forgörðum hjá íslenska liðinu og hefði sigurinn getað verið mun stærri.
20. ágúst 2005
Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM kvenna á sunnudag. Ásthildur Helgadóttir leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö.
19. ágúst 2005
Greta Mjöll Samúelsdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag. Greta hefur gengið í gegnum öll yngri landslið Íslands.
19. ágúst 2005
A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti.
18. ágúst 2005
Katrín Jónsdóttir hefur neyðst til að draga sig útúr landsliðshópnum sem mætir Hvítrússum og Svíum vegna meiðsla.
18. ágúst 2005
Dómaratríóið í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag kemur frá Búlgaríu. Varadómarinn verður hins vegar íslenskur og eftirlitsmaður UEFA er norskur.
18. ágúst 2005
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag. Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.
18. ágúst 2005
A landslið kvenna mun taka þátt í Algarve Cup í Portúgal í mars 2006. Mótið er árlegt og í því taka þátt öll sterkustu kvennalandslið heims. Ísland hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, árin 1996 og 1997.
18. ágúst 2005
Sigurinn í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku er eflaust flestum enn í fersku minni og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndir úr leiknum til að rifja upp stemmninguna.
18. ágúst 2005
Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.
17. ágúst 2005
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2.