Verslun
Leit
SÍA
Leit

17. ágúst 2005

Miðasala gengur vel fyrir leikinn gegn Suður-Afríku

Sala aðgöngumiða fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku sem hefst kl. 20:00 í kvöld er nú í fullum gangi við Laugardalsvöll og er fólk hvatt til að kaupa sér miða tímanlega til að örtröð myndist ekki skömmu fyrir leik.

Landslið

16. ágúst 2005

Dómaratríóið kemur frá Írlandi

Dómaratríóið í vináttulandsleik Ísland og Suður-Afríku á Laugardalsvelli á miðvikudag kemur frá Írlandi. Dómari er David McKeon, aðstoðardómarar þeir David Wogan og Paul Dearing.

Landslið

15. ágúst 2005

Bafana-Bafana

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku. Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill undanfarin 15 ár.

Landslið

15. ágúst 2005

Miðasala á Ísland - Suður Afríka

Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku er hafin. Smellið hér að neðan eða á valmyndina hér hægra megin til að skoða nánari upplýsingar um forsöluna.

Landslið

12. ágúst 2005

Howard Wilkinson búinn að meta UEFA A umsókn KSÍ

Howard Wilkinson hinn þekkti enski þjálfari sem m.a. þjálfaði lið Sheffield Wednesday, Leeds og landslið Englands heimsótti KSÍ dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ í þjálfaramenntun.

Fræðsla

12. ágúst 2005

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst. Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla.

Landslið

11. ágúst 2005

Afturelding sýknuð af kröfum Tindastóls

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Tindastóls gegn Aftureldingu vegna leiks í 2. deild karla.  Tindastóll taldi Aftureldingu hafa notað ólöglegan leikmann, en dómstóllinn var því ekki sammála.

Agamál
Lög og reglugerðir

11. ágúst 2005

Bakpokar KÞÍ tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ

Bakpokar sem fylgja félagsgjaldi KÞÍ í ár eru nú tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ í Laugardal. Félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja sinn bakpoka á skrifstofuna.

Fræðsla

11. ágúst 2005

Þjálfaði félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan

Stuart Baxter, þjálfari Suður-Afríku, hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan, auk þess að starfa hjá enska knattspyrnusambandinu.

Fræðsla
Landslið

11. ágúst 2005

Álftanes leitar eftir þjálfurum

Ungmennafélag Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka í knattspyrnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. ágúst næstkomandi á tölvupóstfangið knd@umfa.is.

Fræðsla

11. ágúst 2005

Aðgöngumiðar á Suður-Afríku fyrir A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta þriðjudaginn 16. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.

Landslið

11. ágúst 2005

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM.

Landslið

10. ágúst 2005

Fylki dæmdur sigur gegn Breiðabliki í 3. flokki kvenna

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Breiðabliki vegna leiks í 3. flokki kvenna þar sem Fylkir taldi Breiðablik hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Agamál
Lög og reglugerðir

10. ágúst 2005

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum.  Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006.

Landslið

10. ágúst 2005

Tuttugu manna hópur valinn

Þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Suður-Afríku á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag. Landsliðsþjálfararnir hafa nú valið 20 manna hóp.

Landslið

10. ágúst 2005

Landsliðshópur Suður-Afríku tilkynntur

Stuart Baxter, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í næstu viku. Nokkur vel þekkt nöfn eru í hópnum og ljóst að spennandi viðureign er framundan.

Landslið

9. ágúst 2005

Mýrarknattspyrna á Ísafirði í annað sinn

Hið árlega Mýrarboltamót í knattspyrnu verður haldið á Ísafirði helgina 12. - 14. ágúst næstkomandi. Mýrarknattspyrna á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann.

Fræðsla

8. ágúst 2005

U19 karla leikur vináttuleik gegn Hollandi

U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi. KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM.

Landslið