13. júlí 2005
331 degi áður en Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi var áhugavert verkefni sett af stað - Flautað til leiks með þýskubílnum. Vigdís Finnbogadóttir setti verkefnið af stað með því að keyra þýskubílinn fyrsta spölinn.
13. júlí 2005
Jörundur Áki Sveinsson hefur valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en liðin mætast í Los Angeles 24. júlí næstkomandi. Tveir nýliðar eru í hópnum, Björk Gunnarsdóttir og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.
13. júlí 2005
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U21 landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum. Heimilt er að nota fimm eldri leikmenn í mótinu.
12. júlí 2005
Guðni Kjartansson hefur valið U18 landslið karla (leikmenn fæddir 1988), fyrir mót í Falkenberg í Svíþjóð síðar í mánuðinum. Fimm leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum.
11. júlí 2005
Heimsóknir á ksi.is í júní voru alls 128.000. Til samanburðar má nefna að í júní 2004 voru heimsóknirnar 125.000 og í júní 2003 voru þær 86.000. Nýr ksi.is var opnaður í maí og hafa viðbrögð verið mjög jákvæð.
11. júlí 2005
Knattspyrnuskóli Íslands 2005 verður haldinn á Sauðárkróki 28. júlí - 1. ágúst. Skólinn er nú haldinn 7. árið í röð og verður að þessu sinni í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
9. júlí 2005
U17 landslið kvenna leikur gegn Finnum á Opna Norðurlandamótinu í dag í viðureign um 7. sætið og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma. Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.
9. júlí 2005
U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Finnar höfðu betur gegn okkar stúlkum í leik um 7. sætið fyrr í dag, unnu með þremur mörkum gegn einu.
8. júlí 2005
U17 landslið kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM, sem fram fer í Noregi. Noregur og Þýskaland leika til úrslita, en þessar sömu þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik EM A-kvennalandsliða fyrr í sumar.
7. júlí 2005
Lokaumferð riðlakeppni NM U17 landsliða kvenna fer fram í dag. Ísland mætir Frakklandi og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.
7. júlí 2005
Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi í lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Lokatölur leiksins voru 4-2, Frökkum í vil og komu tvö síðustu mörk franska liðsins undir lok leiksins.
5. júlí 2005
Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi, en liðin mætast á Opna Norðurlandamótinu í Þrándheimi í dag.
5. júlí 2005
U17 landslið kvenna tapaði í dag gegn Norðmönnum með sex mörkum gegn engu á Opna Norðurlandamótinu. Eins og tölurnar gefa til kynna hafði norska liðið mikla yfirburði í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu.
4. júlí 2005
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá notendum vefs KSÍ að breytingarnar eru nokkrar eftir að nýi vefurinn tók við af þeim gamla. Einn af þeim þáttum sem hafa tekið stakkaskiptum er virkni frétta sem birtar eru á vefnum.
4. júlí 2005
U17 landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Mótherjar Íslands í dag eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.
4. júlí 2005
U17 landslið kvenna tapaði gegn Dönum í fyrsta leiknum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Þriggja marka sigur þeirra dönsku þótti nokkuð öruggur.
28. júní 2005
Þátttakendur á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem fór fram 15-17. apríl síðastliðinn hafa skilað inn 120 nýjum æfingum fyrir alla aldurshópa. Æfingasafn KSÍ inniheldur nú rúmlega 300 æfingar frá 73 þjálfurum.
28. júní 2005
UEFA hefur ákveðið að veita þátttakendum í grasrótarviðburðum sérstakt viðurkenningarskjal. Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að veita iðkendum viðurkenningu fyrir þátttöku í grasrótarviðburðum.