28. júní 2005
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfisstjóri og umsjónarmaður ksi.is, sóttu fyrr í mánuðinum ráðstefnu um upplýsingatækni sem UEFA stóð fyrir í Nyon í Sviss.
28. júní 2005
Æfingar fyrir U17 og U18 landslið karla fara fram dagana 2. og 3. júlí næstkomandi. Alls hafa tæplega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, sem og leikmenn frá erlendum félögum.
27. júní 2005
Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.
24. júní 2005
Um þessar mundir fagnar knattspyrnuhreyfingin Fordómalausum dögum í 4. sinn. Allir leikir sem fram fara á Íslandi þessa daga eru tileinkaðir baráttunni gegn fordómum. Knattspyrnuáhugafólk um land allt er hvatt til að segja NEI við fordómum af öllu tagi.
24. júní 2005
Fyrirhugað er að KSÍ og ÍSÍ haldi sameiginlega ráðstefnu þann 8.ágúst næstkomandi. Fyrirlestrarefni eru m.a. fjöldi iðkenda/framfarir í þjálfun og nýjungar í þjálfun.
24. júní 2005
Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari U-19 liðs karla og kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ sótti á dögunum 15. ráðstefnu UEFA um þjálfaramenntun fyrir hönd KSÍ. Ráðstefnan var haldin í Amsterdam, Hollandi 30. maí – 3. júní.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
21. júní 2005
KSÍ leitar að sjálfboðaliðum til starfa við Norðurlandamót U17 landsliða karla, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni 1. - 8. ágúst næstkomandi. Alls taka 8 lið þátt í mótinu, Norðurlandaþjóðirnar sex auk Englands og Írlands.
18. júní 2005
Vegna fjölda fyrirspurna vill skrifstofa KSÍ koma því á framfæri að leikmanni sem leikur með félagi A í VISA-bikarnum og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni. Ekkert í reglugerðum KSÍ bannar slíkt.
17. júní 2005
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag, 17. júní, sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Eiður Smári var í hópi 12 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki við athöfn á Bessastöðum.
16. júní 2005
Íslenska landsliðið hefur hækkað um sjö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði. Liðið er nú í 90. sæti. Efstu þrjú sætin eru óbreytt - Brasilía efst, Tékkland í öðru sæti og Argentína í því þriðja - en Hollendingar draga nokkuð á efstu liðin og eru nú í fjórða sæti.
16. júní 2005
Knattspyrnuskóli karla 2005 fer fram að Laugarvatni 20. - 24. júní næstkomandi. Frey Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.
16. júní 2005
Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 22 manna undirbúningshóp fyrir Norðurlandamót U17 liða kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.
10. júní 2005
Þrír nemar í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands hafa nýlega lokið við B.S. ritgerð sína um menntun allra knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004. Þremenningarnir unnu þetta verkefni í samstarfi við KSÍ og er ritgerðin aðgengileg á skrifstofu KSÍ fyrir þá sem hafa áhuga.
9. júní 2005
Aganefnd KSÍ hefur borist greinargerð frá framkvæmdastjóra sambandsins vegna ummæla Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, eftir leik Vals og ÍA í Landsbankadeild karla sem fram fór 23. maí síðastliðinn.
9. júní 2005
U19 landslið karla leikur síðari vináttulandsleik sinn gegn Svíþjóð í Sandgerði í dag, fimmtudag, kl. 12:00. Liðin mættust í Grindavík á þriðjudag og hafði íslenska liðið þá betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörkin.