2. júní 2005
Netsölu aðgöngumiða á Ísland - Ungverjaland, sem fram fer á laugardag, lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld. Forsala heldur áfram á völdum ESSO-stöðvum á föstudag.
1. júní 2005
U19 landslið karla leikur tvo vináttuleiki gegn Svíum hér á landi í byrjun júní, þann fyrri í Grindavík 7. júní og þann síðari í Sandgerði tveimur dögum síðar.
1. júní 2005
Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimanenn betur, 2-1.
1. júní 2005
A landslið karla æfir á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:00 og verður æfingin opin fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með. Að æfingu lokinni gefst fólki kostur á að fá eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með landsliðsmönnunum.
1. júní 2005
U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00. Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.
1. júní 2005
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 31. maí breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna.
1. júní 2005
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að bæta við til reynslu í ár úrslitakeppni í mótum B-liða (og eftir atvikum annarra liða) í öllum yngri flokkum þar sem slík keppni hefur ekki verið til staðar. Fyrirkomulag og reglur um hlutgengi eru í höndum mótanefndar KSÍ og verða kynntar síðar.
31. maí 2005
Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006. Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.
31. maí 2005
Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá. Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.
31. maí 2005
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni HM 2006, í stað Hjálmars Jónssonar, sem er meiddur.
30. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn Afríku vegna leiks í VISA-bikar karla, sem fram fór þann 20. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Augnabliki dæmdur sigur í leiknum og Afríku gert að greiða sekt.
30. maí 2005
Fimmtánda starfsár KSÍ-klúbbsins hefst laugardaginn 4. júní er Ungverjar sækja okkur heim.
28. maí 2005
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankepni EM, sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Fyrst verður leikið gegn Ungverjalandi föstudagnn 3. júní á Víkingsvelli og gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.
26. maí 2005
Af gefnu tilefni vill KSÍ minna á starfsreglur aganefndar KSÍ, grein 8.4. sem fjallar um leikbönn leikmanna sem spila með tveimur liðum (eða fleiri) sama félags.
25. maí 2005
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag.
25. maí 2005
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið 20 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006, sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun júní.
25. maí 2005
A landslið kvenna vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik sem fram fór á McDiarmid Park í Perth.
25. maí 2005
Sala aðgöngumiða á leik Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2006 er nú í fullum gangi.