Verslun
Leit
SÍA
Leit

2. júní 2005

Netsölu á Ísland - Ungverjaland lýkur í kvöld

Netsölu aðgöngumiða á Ísland - Ungverjaland, sem fram fer á laugardag, lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld. Forsala heldur áfram á völdum ESSO-stöðvum á föstudag.

Landslið

1. júní 2005

Undirbúningsæfingar U19 karla fyrir leiki gegn Svíum

U19 landslið karla leikur tvo vináttuleiki gegn Svíum hér á landi í byrjun júní, þann fyrri í Grindavík 7. júní og þann síðari í Sandgerði tveimur dögum síðar.

Landslið

1. júní 2005

Ungverjar léku gegn Frökkum á þriðjudag

Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimanenn betur, 2-1.

Landslið

1. júní 2005

Opin æfing á fimmtudag

A landslið karla æfir á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:00 og verður æfingin opin fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með. Að æfingu lokinni gefst fólki kostur á að fá eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með landsliðsmönnunum.

Landslið

1. júní 2005

U21 karla leikur gegn Ungverjum á föstudag

U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00. Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.

Landslið

1. júní 2005

Breyting á reglugerð um félagaskipti leikmanna

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 31. maí breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna.

Lög og reglugerðir

1. júní 2005

Úrslitakeppni í mótum B-liða yngri flokka

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að bæta við til reynslu í ár úrslitakeppni í mótum B-liða (og eftir atvikum annarra liða) í öllum yngri flokkum þar sem slík keppni hefur ekki verið til staðar. Fyrirkomulag og reglur um hlutgengi eru í höndum mótanefndar KSÍ og verða kynntar síðar. 

Lög og reglugerðir

31. maí 2005

Landsliðshópur Ungverja

Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006. Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.

Landslið

31. maí 2005

Ungverjar hafa yfirhöndina í fyrri viðureignum

Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá.  Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.

Landslið

31. maí 2005

Helgi Valur í landsliðshópinn í stað Hjálmars

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni HM 2006, í stað Hjálmars Jónssonar, sem er meiddur.

Landslið

30. maí 2005

Úrskurður Dómstóls KSÍ

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn Afríku vegna leiks í VISA-bikar karla, sem fram fór þann 20. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Augnabliki dæmdur sigur í leiknum og Afríku gert að greiða sekt.

Agamál
Lög og reglugerðir

30. maí 2005

KSÍ-klúbburinn 2005

Fimmtánda starfsár KSÍ-klúbbsins hefst laugardaginn 4. júní er Ungverjar sækja okkur heim. 

Landslið

28. maí 2005

U21 landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankepni EM, sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Fyrst verður leikið gegn Ungverjalandi föstudagnn 3. júní á Víkingsvelli og gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.

Landslið

26. maí 2005

Starfsreglur aganefndar

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna á starfsreglur aganefndar KSÍ, grein 8.4. sem fjallar um leikbönn leikmanna sem spila með tveimur liðum (eða fleiri) sama félags.

Lög og reglugerðir

25. maí 2005

Byrjunarlið A kvenna gegn Skotum

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag.

Landslið

25. maí 2005

A landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið 20 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006, sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun júní.

Landslið

25. maí 2005

Góður sigur á Skotum

A landslið kvenna vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik sem fram fór á McDiarmid Park í Perth.

Landslið

25. maí 2005

Miðasala á Ísland - Malta

Sala aðgöngumiða á leik Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2006 er nú í fullum gangi. 

Landslið