24. maí 2005
Árlegur fundur Alþjóðanefndar FIFA (IFAB) var haldinn í Wales 26. febrúar 2005.
24. maí 2005
A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma. Ísland hefur yfirhöndina í innbyrðis viðureignum þjóðanna og hefur íslenska liðið ekki tapað fyrir því skoska síðan liðin mættust fyrst, árið 1981, í fyrsta A-kvennalandsleik Íslands. Byrjunarlið íslenska liðsins verður væntanlega tilkynnt að morgni leikdags.
20. maí 2005
Valur vann öruggan 6-1 sigur á KR í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna, sem fram fór á Stjörnuvelli á föstudagskvöld. Eins og tölurnar gefa var sigur Íslandsmeistaranna aldrei í hættu.
20. maí 2005
Villa er í Reglugerð um búnað knattspyrnuliða í Handbók KSÍ, en þar vantar G-lið, sem á að vera h-liður. Reglugerðin er hins vegar rétt hér á vef KSÍ. Aðildarfélögin eru vinsamlegast beðin um að koma þessum skilaboðum áfram innan sinna raða.
19. maí 2005
Fallinn er frá fyrrverandi formaður KSÍ, Sigurjón Jónsson. Sigurjón var formaður KSÍ árin 1953-1954. Hann ólst upp í KR og lék þar við hlið bræðra sinna, þeirra Óla B., Guðbjörns og Hákons, en allir urðu þeir Íslandsmeistarar með félaginu.
19. maí 2005
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði liðsins, er kominn í hópinn á ný eftir erfið meiðsli sem hún hlaut í mars á síðasta ári, í vináttuleik gegn Skotum í Egilshöll.
19. maí 2005
A landslið kvenna hefur náð góðum árangri gegn Skotum í gegnum tíðina. Liðin hafa mæst alls fimm sinnum og hefur íslenska liðið unnið þrisvar, skoska liðið einu sinni og í eitt skipti skildu liðin jöfn.
18. maí 2005
Norska knattspyrnusambandið hefur sent KSÍ bréf sem staðfestir að íslenski þjálfarinn Teitur Þórðarson hefur nú lokið UEFA-Pro þjálfaranámskeiði í Noregi. Teitur er því fyrstur íslendinga til að afla sér þessara þjálfararéttinda.
17. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur hnekkt úrskurði stjórnar KSÍ um leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur, en Nói var úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann af stjórn KSÍ þann 14. apríl síðastliðinn.
17. maí 2005
Fyrsti fundur aganefndar KSÍ á knattspyrnusumrinu 2005 hefur farið fram, en nefndin fundar hvern þriðjudag allt keppnistímabilið.
11. maí 2005
Af gefnu tilefni vegna þeirra lyfjaprófa sem gerð hafa verið eftir knattspyrnuleiki og - æfingar undanfarið er minnt á að í vetur voru kynntar nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFA.
10. maí 2005
Áherslur dómaranefndar KSÍ 2005 eru svipaðar og verið hafa undanfarin ár og byggjast þær á eftirfarandi grunnatriðum:
6. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings og Vals í Reykjavíkurmóti 3. flokks kvenna sem fram fór 17. apríl síðastliðinn.
3. maí 2005
Á fundi aganefndar KSÍ 3. maí voru tveir leikmenn og einn aðstoðarþjálfari úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísana í leikjum í Deildarbikarnum.
3. maí 2005
Leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna 2007 hafa verið staðfestir. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvíta-Rússlandi 21. ágúst hér á landi og sá næsti viku síðar gegn Svíþjóð á útivelli.
2. maí 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eyþór Jónsson og Ingimar Finnsson léku ólöglegir með liði Árborgar gegn KFS í Deildarbikarnum í leik sem fram fór 23. apríl síðastliðinn. Úrslit leiksins standa þó óbreytt, 4-1 KFS í vil.
2. maí 2005
Heimsóknir á vef KSÍ í apríl voru alls um 121.000. Til samanburðar má nefna að í apríl 2004 voru heimsóknirnar alls um 64.000 og hefur heimsóknafjöldinn í aprílmánuði því nánast tvöfaldast milli ára.
29. apríl 2005
Önnur lota af fimm í miðasölu á leiki í úrslitakeppni HM 2006 hefst mánudaginn 2. maí. Í þessari lotu er um að ræða "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag og einungis er um að ræða svokallaða TST-miða (Team Specific Ticket).