22. mars 2005
Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur.
22. mars 2005
Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad.
22. mars 2005
Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.
21. mars 2005
KSÍ-V þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 15. - 17. apríl næstkomandi. Fjöldi þátttakenda á KSÍ-V er takmarkaður, þannig að áhugasamir aðilar þurfa að sækja um þátttöku og mun fræðslunefnd KSÍ velja úr umsækjendum.
21. mars 2005
Króatar eiga öfluga leikmenn í flestar stöður og margir í hópnum leika með sterkum félagsliðum. Varnarmaðurinn Igor Tudor þótti á sínum tíma eitt mesta efni Króata, en hann leikur nú með Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus.
21. mars 2005
Ef borinn er saman heildarfjöldi landsleikja þeirra leikmanna sem eru í landsliðshópum Króatíu og Íslands má sjá að heildarleikjafjöldi 18 manna hóps Íslands er 421 leikur (14,5 leikir að meðaltali á leikmann), en 412 leikir hjá 21 manns hópi Króata (12,5 leikir að meðaltali á leikmann).
18. mars 2005
Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM U19 landsliða kvenna í dag, föstudag. Ísland hafnaði í riðli með Rússlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Georgíu. Leikið verður um mánaðamótin september/október næstkomandi.
18. mars 2005
Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2007. Ísland lenti í riðli með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum. Dráttinn í heild sinni má sjá á uefa.com.
18. mars 2005
Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða í dag, föstudaginn 18. mars, kl. 12:45 að íslenskum tíma.
17. mars 2005
Knattspyrnufélagið Þróttur stendur fyrir málstofu undir yfirskriftinni Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum.
17. mars 2005
Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku.
17. mars 2005
Slaven Bilic, þjálfari U21 landsliðs Króatíu, valdi á mánudag 23 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Möltu í undankeppni EM. Aðeins einn leikmaður í hópnum er á mála hjá félagi utan Króatíu.
16. mars 2005
Mikill meirihluti leikmanna bæði Króatíu og Íslands eru á mála hjá félögum utan heimalandsins. Af 21 leikmanni í króatíska hópnum leika fjórir með liðum í Króatíu, þar af þrír með Dinamo Zagreb.
16. mars 2005
Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu.
16. mars 2005
Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum.
15. mars 2005
U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni.
15. mars 2005
Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki.
14. mars 2005
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Íslendingar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki.