Verslun
Leit
SÍA
Leit

14. mars 2005

A landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu og Ítalíu

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar.

Landslið

10. mars 2005

80 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ-B gráðu

Á miðvikudag fór fram útskrift fyrir 80 þjálfara sem luku nýlega KSÍ-B þjálfaragráðunni. KSÍ-B þjálfaragráðan gefur réttindi til að þjálfa alla yngri flokka á Íslandi. Alls hafa nú 202 knattspyrnuþjálfarar þessi réttindi hér á landi.

Fræðsla

10. mars 2005

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla 18. mars

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 18. mars næstkomandi. Í undankeppninni verður leikið í fimm riðlum og verður hver riðill skipaður fimm liðum, einu úr hverjum potti innan efsta styrkleikaflokks.

Landslið

8. mars 2005

Útskrift UEFA-B þjálfara

KSÍ stendur fyrir útskrift fyrir þá þjálfara sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal (þar sem kaffitería ÍSÍ var áður).

Fræðsla

8. mars 2005

U16 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en um er að ræða leikmenn fædda 1990.

Landslið

8. mars 2005

Leyfiskerfi KSÍ - Gæðavottun staðfest

Búist er við að vinnu við gæðavottun á leyfiskerfum knattspyrnusambanda Þýskalands og Frakklands ljúki í apríl. Með gæðavottun SGS er tryggt að leyfiskerfin uppfylli gæðastaðla UEFA og að skipulag og uppbygging sé eins á milli landa.

Leyfiskerfi

4. mars 2005

Skipað í nefndir KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 3. mars voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári.

Lög og reglugerðir

2. mars 2005

Tæplega 94.000 heimsóknir í febrúar

Heimsóknir á vef KSÍ í febrúar voru alls tæplega 94.000, eða rúmlega 3.300 á dag. Til samanburðar má nefna að í febrúar 2004 voru heimsóknirnar alls um 54.000 og í febrúar 2003 voru þær 41.000.

Fréttir

1. mars 2005

KSÍ III þjálfaranámskeið

KSÍ heldur 3. stigs þjálfaranámskeið dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Góð þátttaka er á námskeiðinu og hafa 36 þjálfarar skráð sig til leiks.

Fræðsla

1. mars 2005

Vináttulandsleikur gegn Ítalíu

Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa gert samkomulag um að A landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi.

Landslið

1. mars 2005

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

28. febrúar 2005

Résistance

Auglýsingin Résistance sem auglýsingastofan Gott fólk McCann gerði fyrir Knattspyrnusamband Íslands vann Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í tveimur flokkum.

Landslið

25. febrúar 2005

Úrskurður aganefndar

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 25. febrúar, var leikmaður ÍBV, Einar Hlöðver Sigurðsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign ÍBV og Fylkis í R1-riðli A-deildar Deildarbikars karla 20. febrúar síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

23. febrúar 2005

Sjálfkrafa leikbönn í Deildarbikar

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst, líkt og gert er á hverju ári. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum um gul og rauð spjöld og því að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega.

Agamál

22. febrúar 2005

KSÍ III þjálfaranámskeið 4. - 6. mars

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ.

Fræðsla

21. febrúar 2005

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar

Sameiginlegar úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

18. febrúar 2005

FH í hópi þeirra bestu í heimi?

Alls staðar í heiminum er að finna áhugafólk um sagnfræði og tölfræði í knattspyrnu og eru jafnvel til hin ýmsu samtök knattspyrnusagnfræðinga og knattspyrnutölfræðinga.

Fréttir

18. febrúar 2005

Melavöllurinn fyrr og nú

Melavöllurinn var þjóðarleikvangur Íslendinga um árabil og verðskuldar að hans verði minnst á þann hátt að hann falli ekki í gleymsku. Settur hefur verið upp sérstakur vefur, melavollur.is, og er tilgangurinn með honum að safna saman og varðveita minningar sem tengjast Melavellinum.

Fréttir