Verslun
Leit
SÍA
Leit

18. febrúar 2005

Ráðstefna um Futsal-innanhússknattspyrnu

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sækir UEFA-ráðstefnu um Futsal í Ostrava í Tékklandi 18. - 20. febrúar, í tengslum við úrslitakeppni EM í íþróttinni, sem fram fer á sama stað.

Fræðsla

17. febrúar 2005

Auglýsing kvennalandsliðsins tilnefnd til verðlauna

ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, heldur nú í 19. sinn samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins. Keppt er í 12 flokkum og verða verðlaunin, Lúðurinn, afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 25. febrúar næstkomandi.

Landslið

17. febrúar 2005

Styrkleikalisti FIFA

Ísland er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út.

Landslið

17. febrúar 2005

Breytingar á reglugerðum KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 24. janúar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og miniknattspyrnu. 59. ársþing KSÍ staðfesti fyrrgreindar breytingar og taka þær þegar gildi.

Lög og reglugerðir

16. febrúar 2005

KSÍ III þjálfaranámskeið í byrjun mars

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ.

Fræðsla

12. febrúar 2005

Kvennabikar KSÍ afhentur

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Grindavíkur kvennabikar KSÍ á ársþingi sambandsins. Kvennabikar KSÍ er veittur fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu kvennaknattspyrnu.

Fréttir

12. febrúar 2005

Drago styttur afhentar

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Keflavíkur og Hauka Drago stytturnar svokölluðu á ársþingi KSÍ, en þær eru veittar eru fyrir prúðmannlegan leik í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.

Fréttir

12. febrúar 2005

Fjölmiðlapenninn afhentur

Að lokinni setningu ársþingsins og ávörpum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, Geoffreys Thompson, formanns enska knattspyrnusambandsins og fulltrúa UEFA, afhenti formaður KSÍ Samúel Erni Erlingssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV, fjölmiðlapenna KSÍ fyrir viðamikla umfjöllun um knattspyrnu og þá sérstaklega kvennaknattspyrnu.

Fréttir

12. febrúar 2005

59. ársþingi KSÍ lokið

Ársþing KSÍ fór fram á Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Helstu niðurstöður þingsins, afgreiðslu tillagna og annarra mála má sjá í fréttunum hér fyrir neðan.</

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

Tillögur og niðurstöður

Nú stendur yfir umfjöllun um þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Smellið hér að neðan til að skoða tillögurnar og afgreiðslu þeirra (hægrismellið og veljið refresh til að sjá nýjustu uppfærslur). Niðurstöður eru færðar inn um leið og afgreiðslu hverrar tillögu er lokið.

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

Ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt

Umræðu um skýrslu stjórnar og ársreikning KSÍ fyrir 2004 er lokið og samþykkti þingið ársreikninginn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var einnig samþykkt. Næst verða teknar fyrir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Niðurstöður verða birtar þegar afgreiðslu hverrar tillögu er lokið.

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

59. ársþing KSÍ

Nú stendur yfir 59. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Að venju verða ýmis mál tekin fyrir og verða upplýsingar birtar hér á vef KSÍ eftir því sem líður á þingið.

Lög og reglugerðir

10. febrúar 2005

Nýr vefur væntanlegur

Nýr og glæsilegur vefur KSÍ mun verða opnaður fyrir næsta keppnistímabil. Frá því vefurinn var opnaður í maí 2000 hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki sem þjónustutæki og upplýsingamiðill fyrir aðildarfélög, fjölmiðla og annað áhugafólk um íslenska knattspyrnu.

Fréttir

9. febrúar 2005

Sérstakur gestur á ársþingi KSÍ

Geoffrey Thompson, formaður enska knattspyrnusambandsins og einn af varaformönnum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag.

Fréttir

9. febrúar 2005

59. ársþing KSÍ á laugardag

Næstkomandi laugardag fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ.

Lög og reglugerðir

8. febrúar 2005

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 54 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni.

Landslið

8. febrúar 2005

Þingfulltrúar á ársþingi KSÍ

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 87 fulltrúa, en 119 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu.

Lög og reglugerðir

4. febrúar 2005

Úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi 2007

Ákveðið hefur verið að úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna verði haldin á Íslandi árið 2007, dagana 15. - 30 júlí. Ákveðið var að sækja um keppnina í tilefni þess að árið 2007 verður Knattspyrnusambandið 60 ára.

Landslið