1. febrúar 2005
Um 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 fóru í almenna sölu í dag, 1. febrúar. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Alls munu tæplega 3 milljónir miða fara í almenna sölu í þessum fimm lotum.
1. febrúar 2005
Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir.
28. janúar 2005
Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Minnt er á að tilkynning um framboð í aðalstjórn skal berast skrifstofu KSÍ skriflega eigi síðar en 29. janúar.
27. janúar 2005
Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Víkings R. og Leiknis R. vegna kröfu Víkings um að Leiknir verði beittur refsingum þar sem Leiknir hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins.
26. janúar 2005
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 24. janúar sl. að greiða rúmar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2004. Þetta er fjórða árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags.
26. janúar 2005
Alls hafa 56 þjálfarar skráð sig í UEFA-B prófið sem fram fer laugardaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00, í annað skipti á Íslandi.
25. janúar 2005
Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls eru 57 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni.
24. janúar 2005
Þann 1. febrúar næstkomandi fara 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 í almenna sölu. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi.
17. janúar 2005
Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir.
14. janúar 2005
"Stjórn Knattspyrnufélags Siglufjarðar hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld yngri flokka vegna vorannar 2005 og hvetur þess í stað foreldra barna hjá félaginu að hringja í söfnunarsíma og láta andvirði æfingagjalda renna til landssöfnunarinnar Neyðarhjálp úr Norðri vegna hamfaranna í Asíu...."
14. janúar 2005
KSÍ hélt á fimmtudag undirbúningsfund fyrir UEFA-B þjálfaraprófið. Alls mættu um 30 þjálfarar, en um 50 hafa skráð sig í prófið.
12. janúar 2005
59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 12. febrúar 2005. Minnt er á að tillögum fyrir þingið þarf að skila í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 12. janúar.
11. janúar 2005
Öll kennslugögn þjálfaranámskeiða KSÍ hafa nú verið uppfærð á Fræðsluvefnum. Smávægilegar breytingar verða á kennsluefni þjálfaranámskeiðanna á hverju ári en nú hafa þau verið uppfærð. Þjálfarar sem eru á leið í UEFA-B prófið ættu að athuga kennslugögnin vel fyrir prófið.
11. janúar 2005
KSÍ hefur ráðið Ernu Þorleifsdóttur sem þjálfara U17 landsliðs kvenna og mun hún stýra liðinu næstu tvö árin. Erna, sem tekur við U17 kvenna af Ragnhildi Skúladóttur, hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV árið 1992 og þjálfaði yngri flokka kvenna í Vestmannaeyjum í 9 ár.
11. janúar 2005
Fyrstu úrtaksæfingar ársins fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 56 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni.
10. janúar 2005
KSÍ hefur ákveðið að bjóða þeim þjálfurum sem vilja upp á undirbúningsfund fyrir UEFA-B prófið. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13.janúar í félagsheimili Þróttar í Laugardal og hefst klukkan 17:30 (u.þ.b. 1 klst).
6. janúar 2005
Í desembermánuði voru heimsóknir á vef KSÍ alls rúmlega 65.000, sem er talsverð fjölgun frá sama mánuði árinu áður. Í desember 2003 voru heimsóknirnar rúmlega 45.000 og í desember 2002 voru þær rúmlega 28.000.
6. janúar 2005
Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Ólafur Þór hefur þjálfað U19 kvenna síðan 1999 og hefur stjórnað því í 32 leikjum, öllum leikjum þess nema þeim fyrsta, sem fram fór 1997.