Verslun
Leit
SÍA
Leit

27. apríl 2012

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2012

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo.

Agamál

27. apríl 2012

Leikmaður í banni? - Fær þitt félag örugglega ekki tölvupóst?

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðildarfélaga. Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar.

Agamál

22. mars 2012

Úrskurður frá Aga- og úrskurðarnefnd

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 20. mars 2012, var leikmaður í Leikni R. úrskurðaður í 6 leikja bann og leikmaður KR úrskurðaður í 3 leikja bann vegna atvika sem áttu sér stað í leik KR og Leiknis R. í Reykjavíkurmóti 3. flokks karla B-lið 11. febrúar 2012.

Agamál

28. nóvember 2011

Fjölmiðlar á fræðslufundi

Í síðustu viku bauð KSÍ fulltrúum fjölmiðla til fræðslufundar um aga- og úrskurðarmál annars vegar og hins vegar um dómaramál.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Bæði viðfangsefnin eru þess eðlis að reglulega er fjallað um málefni þeim tengd í fjölmiðlum.

Fræðsla
Dómaramál
Agamál

27. september 2011

Frá áfrýjunardómstól KSÍ - Úrskurði hrundið

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þar sem Þór var sektað vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikarnum.  Þór hafði í fyrri úrskurði verið sektað um 35.000 krónur.

Agamál

8. september 2011

Úrskurður í máli Augnabliks gegn KV

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn KV vegna leiks liðanna í úrslitakeppni í 3. deild karla sem fram fór kl. 14.00 þann 27. ágúst 2011.  Í úrskurðarorðum kemur fram að málinu sé vísað frá.

Agamál

17. ágúst 2011

Þór sektað vegna framkomu stuðningsmanna

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 16. ágúst 2011 var samþykkt að sekta Þór vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikar KSÍ 13. ágúst  2011.  Um er að ræða annað atvik keppnistímabilsins vegna framkomu stuðningsmanna Þórs.

Agamál

12. ágúst 2011

Úrskurður í máli Markaregns gegn KFG

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Markaregns gegn KFG vegna leiks í 3. deild karla.  Kærandi krafðist þess að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild, en til var að leikurinn yrði háður að nýju.  Nefndin úrskurðaði að úrslitin skyldu standa óhögguð.

Agamál

8. ágúst 2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir fyrri úrskurð

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Víkings Ólafsvík gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem þjálfari Víkings Ól. var dæmdur í þriggja leikja bann.  Áfrýjandi krafðist þess að leikbannið yrði stytt.

Agamál

3. ágúst 2011

KR sektað vegna framkomu stuðningsmanna

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 2. ágúst 2011 var samþykkt að sekta KR um 25.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í Valitor-bikar KSÍ 31. júlí 2011.

Agamál

28. júlí 2011

Úrskurður í máli Snæfellsness gegn Skallagrími

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Snæfellsness gegn Skallagrími vegna leik félaganna í 5. flokki kvenna sem fram fór 13. júlí síðastliðinn.  Kærunni er vísað frá.

Agamál

13. júlí 2011

Þór sektað vegna öryggisgæslu

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 12. júlí 2011 var samþykkt að sekta Þór um 10.000.- vegna öryggisgæslu eftir leik Þórs og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór 6. júlí. 

Agamál

6. júlí 2011

Þjálfari BÍ/Bolungarvíkur áminntur vegna ummæla

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 5. júlí 2011 var samþykkt að áminna Guðjón Þórðarson þjálfara BÍ/Bolungarvíkur vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Þróttar R. og BÍ/Bolungarvíkur sem fram fór 26. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur um kr. 25.000 vegna ummælanna.  

Agamál

6. júlí 2011

Úrskurður í máli Hattar gegn KF

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Hattar gegn KF vegna leik félaganna í 4. flokki karla sem fram fór 19. júní síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður KF með markatölunni 0 - 3.

Agamál

4. júlí 2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fram gegn Aga og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem leikmaður 2. flokks Fram var dæmdur í bann til 10 vikna.  Fram fór fram á að sá úrskurður yrði endurskoðaður.  Það er hinsvegar skoðun áfrýjunardómstólsins að refsing áfrýjanda hafi verið hæfilega ákveðin í úrskurði Aga og úrskurðarnefndar og ber að staðfesta hana.

Agamál

18. maí 2011

FH sektað vegna framkomu forráðamanns

Á fundi aga-og úrskurðarnefndar KSÍ þann 17. maí 2011 var knattspyrnudeild FH sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu forráðamanns FH.  Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál. 

Agamál

12. maí 2011

Úrskurður í máli KH gegn Létti

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KH gegn Létti vegna leiks þessara félaga í 1. umferð Valitors bikars karla sem leikinn var 4. maí síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að KH sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3.

Agamál

30. apríl 2011

Twitter, Facebook og aðrir samfélagsvefir

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum.

Agamál