19. apríl 2011
Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo, sbr. reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál:
18. apríl 2011
Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga. Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar.
12. nóvember 2010
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli nr. 5 2010. Þar hafði Aftureldingu verið dæmdur sigur í leik liðsins gegn Keflavík í eldri flokki karla 30+ en leikurinn fór fram 19. september 2010 á Varmár velli.
11. október 2010
Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Aftureldingar gegn Keflavík vegna leiks í eldri flokki karla (+30). Afturelding taldi lið Keflavíkur hafa verið ólöglega skipað í leiknum. Nefndin féllst á kröfur kæranda.
6. október 2010
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í kæru Hattar/Einherja gegn Aftureldingu/Hvíta Riddarans vegna leiks í 2. flokki karla C riðli sem fram fór 12. september. Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.
17. september 2010
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Selfossi í 2. flokki karla sem fram fór 1. september síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.
18. ágúst 2010
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Umf. Neista Djúpavogi gegn Umf. Langnesinga á Þórshöfn. Kærandi taldi að kærði hefði teflt fram ölöglegum leikmanni í viðureign liðanna í Íslandsmóti 5. flokks karla.
20. júlí 2010
Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Keflavíkur gegn Njarðvík vegna leiks félaganna í eldri flokki karla sem fram fór 10. júní síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að Keflavík er dæmur 0 - 3 sigur í leiknum og Njarðvík dæmt í 5.000 króna sekt.
27. maí 2010
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauks Þorsteinssonar gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, en Haukur áfrýjaði þeim úrskurði nefndarinnar frá 4. maí að honum skyldi óheimil þátttaka í öllum mótum frá 4. maí til og með 3. október. Áfrýjunardómstóllinn stytti leikbannið og taldi hæfilegt að bannið stæði til 13. júlí.
5. maí 2010
Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 4. maí 2010, var Haukur Þorsteinsson, Álftanesi, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 5 mánaða vegna atvika í leik Álftanes og KFK í mfl. karla 24. apríl 2010.
26. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivo Bencun lék ólöglegur með Einherja gegn Huginn/Spyrni í C deild Lengjubikars karla.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.
13. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn HK/Víking í Lengjubikar kvenna, 28. mars síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.
13. apríl 2010
Á fundum leyfisráðs 16. og 23. mars voru teknar fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Við leyfisveitingu samþykkti leyfisráðið að vísa fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar til afgreiðslu.  Nefndin hefur nú tekið málin fyrir og úrskurðað samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðarinnar.
13. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Karl Kristján Benediktsson lék ólöglegur þegar hann lék með Hugin/Spyrni gegn Samherjum í Lengjubikar karla, 11. apríl síðastliðinn.
13. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eiríkur Páll Aðalsteinsson var í leikbanni þegar hann lék með Dalvík/Reyni gegn KS/Leiftri.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.
9. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna, 1. apríl síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.
7. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Kristinn Halldórsson var í leikbanni þegar hann lék með Leikni R. gegn FH í Lengjubikar karla, 1. apríl síðastliðinn.
6. apríl 2010
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Þór Halldórsson og Hafþór Jóhannsson léku ólöglegir með KFK í leik gegn Létti sem fram fór í C deild Lengjubikars karla, 27. mars síðastliðinn.