16. september 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Umf. Neista gegn UMFL vegna leiks í Íslandsmóti 5. flokks karla.  Kærandi taldi hinn kærða hafa haft á ólöglegu liði að skipa í leiknum.  Nefndin  féllst á kröfurnar.
27. ágúst 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KSÍ gegn Selfoss/KFR vegna leik liðsins gegn Aftureldingu í 3. flokki karla B liða sem fram fór 18. júní síðastliðinn.  Úrskurður hljómar m.a. upp á að þjálfari Selfoss/KFR er dæmdur í tímabundið bann.
27. júlí 2009
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 30. maí síðastliðinn. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.
2. júlí 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 29. maí síðastliðinn.  Samkvæmt úrskurðinum skulu úrslit leiksins standa óbreytt.
2. júlí 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar R. gegn Haukum vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B þann 8. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt í 0 - 3 Þrótti R. í vil.
24. júní 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Keflavíkur gegn Breiðabliki vegna leiks í eldri flokki karla.  Úrskurðurinn er á þá leið að úrslitum leiksins skuli breytt og Keflavík dæmdur 3-0 sigur í leiknum.  Jafnframt er Breiðabliki gert að greiða sekt.
18. júní 2009
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn HK vegna leiks félaganna í bikarkeppni 3. flokks karla sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljóðar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt, 3-0, Stjörnunni í vil.
15. maí 2009
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Ungmennafélagsins Kötlu gegn mótanefnd KSÍ.  Kæran var vegna ákvörðun mótanefndar að veita KFK sæti í C riðli 3. deildar karla.
13. maí 2009
Á fundi aganefndar í dag, 12. maí 2009, var Guðmundur Sigurbjörnsson, HK,  úrskurðaður í tímabundið leikbann til 10. júní vegna atviks í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna 26. apríl 2009. 
11. maí 2009
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Kristján Fannar Ragnarsson lék ólöglegur með BÍ/Bolungarvík í leik gegn Reyni Sandgerði
11. maí 2009
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Liliana Ramos og Sandra Björk Halldórsdóttir léku ólöglegar með ÍR í leik gegn GRV sem fram fór í B deild Lengjubikars kvenna.
27. apríl 2009
Á fundi aganefndar, 24. apríl 2009, var Afrim Haxholli, Afríku, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna atviks í leik Afríku og Árborgar í meistaraflokki. karla 18. apríl. 
27. mars 2009
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jóhann R. Pálsson lék ólöglegur með Völsungi í leik gegn Leikni F. sem fram fór í Lengjubikar karla, 24. mars síðastliðinn.
27. mars 2009
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Þórhildur Ólafsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn HK/Víkingi. sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 21. mars síðastliðinn.
12. nóvember 2008
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla fyrr á þessu ári. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.
17. október 2008
Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla. 
27. ágúst 2008
Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hamars gegn Knattspyrnusambandi Íslands.  Í úrskurðarorðum kemur fram að umræddur leikmaður fái ekki leikheimild með nýju félagi á yfirstandandi keppnistímabili.
27. ágúst 2008
Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hvatar gegn KA.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Hvöt er dæmdur sigur í leik félaganna í 4. flokki kvenna 7 manna.