Verslun
Leit
SÍA
Leit

13. september 2006

Dómur í máli KR gegn Selfoss

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál KR gegn Selfossi er varðar leik félaganna í 3. flokki karla B.  Dómstóllinn dæmir KR sigur í leiknum, 3-0.

Agamál
Lög og reglugerðir

8. september 2006

Dómur frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp dóm í máli FH gegn Breiðablik í 4. flokki kvenna B.

Agamál
Lög og reglugerðir

25. ágúst 2006

Dómur í máli Hauka gegn Þrótti

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauka gegn Þrótti varðandi leik í 1. deild kvenna A.  Fór leikurinn fram 1. ágúst 2006 á Valbjarnarvelli og lauk með sigri Þróttar, 3-2.  Dómstóllinn úrskurðar að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Agamál
Lög og reglugerðir

23. ágúst 2006

Dómur í máli Vina gegn Neista Djúpavogi

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Vina gegn Neista frá Djúpavogi.  Leikurinn fór fram 1. júlí sl. og var leikinn í Boganum á Akureyri.  Liðin léku í D-riðli 3. deildar Íslandsmótsins.

Agamál
Lög og reglugerðir

16. ágúst 2006

Dómur í máli Hattar gegn Fjarðabyggð

Knattspyrnudómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Hattar gegn Fjarðabyggð.  Var kært vegna leiks í 2. flokki karla C2 sem fram fór 31. júlí síðastliðinn og var leikinn á Vilhjálmsvelli.

Agamál
Lög og reglugerðir

9. ágúst 2006

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar ÍA gegn knattspyrnudeild ÍR.  Varðaði það leik á milli félaganna í 4. flokki A. sem fram fór 16. maí síðastliðinn. 

Agamál
Lög og reglugerðir

2. ágúst 2006

Aganefnd ávítir leikmann ÍA

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 1. ágúst 2006, mál vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA.  Eru Bjarna veittar ávítur vegna ummælanna og knattspyrnudeild ÍA sektuð um 10.000 kr. vegna framkomu hans.

Agamál
Lög og reglugerðir

28. júlí 2006

Úrskurður í máli Buddy Farah gegn Keflavík

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli leikmannsins Buddy Farah gegn Keflavík, en leikmaðurinn gerði þær kröfur að staðfest yrði að samningur hans við félagið væri ekki lengur í gildi. 

Agamál
Lög og reglugerðir

26. júlí 2006

Leikur ÍA og ÍR í 4. flokki karla skal leikinn að nýju

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn ÍA vegna leiks í 4. flokki karla.  Dómsorð eru þau að leikurinn sé ógiltur og þar með úrslit hans, og því skuli hann leikinn að nýju. 

Agamál
Lög og reglugerðir

19. júlí 2006

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Varðar málið leik er fór fram á milli félaganna 29. maí síðastliðinn.

Agamál
Lög og reglugerðir

14. júlí 2006

Þjálfari Afríku dæmdur í bann

Eftir leik Árborgar og Afríku í Deildarbikar KSÍ 22. apríl síðastliðinn kom í ljós að Afríka skráði Símon Zouheir Bahraoui á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum. 

Agamál
Lög og reglugerðir

4. júlí 2006

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál er varðaði leik á milli Fram og ÍA í 2. aldursflokki A.  Leikurinn fór fram 22. maí síðastliðinn.  Dóm áfrýjunardómstólsins má sjá hér að neðan.

Agamál
Lög og reglugerðir

22. júní 2006

Dómur í kæru Breiðabliks gegn HK/Ými

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Breiðabliks gegn HK/Ými vegna leiks í 2. flokki karla A-lið B riðli sem fram fór þann 27.5.2006 kl. 16:00 á Fífunni.  Breiðablik krafðist þess að þeim yrði dæmdur sigur, 0-3.

Agamál
Lög og reglugerðir

14. júní 2006

Dómur í máli ÍA gegn Fram

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í kæru ÍA gegn Fram.  Var kæran vegna leiks í 2. fl. A. þar sem ÍA taldi Fram hafa leikið með ólöglegan leikmann.  Dómstóllinn dæmdi ÍA sigur í leiknum, 0-3.

Agamál
Lög og reglugerðir

13. júní 2006

Úrslit í leik Fylkis og Fram í 4.fl. A. skulu standa

Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp að úrslit í leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmóti 4.fl. A. karla, sem fram fór þann 11. maí 2006, skulu standa.  Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki.

Agamál
Lög og reglugerðir

13. júní 2006

Dómur í kæru Neista gegni Leikni F.

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp úrskurð sinn vegna kæru Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Dómstóllinn úrskurðar um það að kæru Neista skuli hafnað.

Agamál
Lög og reglugerðir

7. júní 2006

Dómur í máli Árborgar gegn Afríku

Dómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Árborgar gegn Afríku vegna leiks er fram fór 22. apríl í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Árborg væri dæmdur sigur.

Agamál
Lög og reglugerðir

31. maí 2006

Dómur í máli Fram og Fylkis í 4. flokki karla

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Fram og Fylkis í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla er fram fór 11. maí síðastliðinn.  Fram er dæmdur sigur í leiknum með þremur mörkum gegn engu.

Agamál
Lög og reglugerðir