8. maí 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Skúli Sigurðsson lék ólöglegur með liði Snartar í leik gegn BÍ í Deildarbikar karla 23. april síðastliðinn.
20. apríl 2006
Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli HK gegn KR, en HK lagði fram kvörtun þar eð talið var að fulltrúi KR hefði í leyfisleysi haft samband við samningsbundna leikmenn KR.
19. apríl 2006
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings Ólafsvíkur og FH í meistaraflokki karla sem fram fór í deildarbikarkeppni karla hinn 19. mars 2006.  Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.
30. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Helgé Haahr lék ólöglegur með liði Afríku í leik gegn Hvíta Riddaranum í Deildarbikar karla þriðjudaginn 21. mars.
29. mars 2006
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.
29. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Gróttu í leik gegn Sindra í Deildarbikarnum laugardaginn 25. mars síðastliðinn.
29. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Whitney Ivey lék ólögleg með liði Keflavíkur í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikar kvenna sunnudaginn 19. mars síðastliðinn.
22. mars 2006
Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur Rafn Valgeirsson lék ólöglegur með liði ÍH í leik gegn Víði í Deildarbikarnum sunnudaginn 12. mars síðastliðinn, en hann er skráður í danskt félag.
15. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Magna í leik gegn Hetti í Deildarbikar karla sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.
7. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sóley Þráinsdóttir lék ólögleg með liði FH í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum laugardaginn 4. mars síðastliðinn.
7. mars 2006
Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Vals í leik gegn Breiðabliki í Deildarbikarnum sunnudaginn 5. mars síðastliðinn. 
13. febrúar 2006
Á fundi aganefndar 9. febrúar síðastliðinn var Alexander V. Þórarinsson, leikmaður 2. flokks Grindavíkur úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í leik í riðlakeppni Íslandsmótsins innanhúss.
7. október 2005
Á fundi aganefndar KSÍ var Vilmundur Sveinsson, leikmaður 2. flokks karla hjá Víkingi R., úrskurðaður í tímabundið leikbann og er honum óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ til og með 17. júní 2006.
20. september 2005
Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍBV gegn Val.  ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. 
12. september 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Fram vegna leiks í B-liðum 3. flokks karla þar sem Fylkir taldi Fram hafa teflt fram ólöglegum leikmönnum. Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.
9. september 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn Leiftri/Dalvík vegna leiks í 2. deild karla þar sem ÍR taldi að Leiftur/Dalvík hefði notað þjálfara í leikbanni.  Dómstóllinn úrskurðaði ÍR 3-0 sigur.
8. september 2005
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli Vals gegn Fjölni vegna leiks í 3. flokki karla.  Fjölnir kærði leikinn og var úrskurður Dómstóls KSÍ þeim í hag.  Valsmenn áfrýjuðu og nú hefur Áfrýjunardómstóllinn hrundið fyrri dómnum.
25. ágúst 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.