11. ágúst 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Tindastóls gegn Aftureldingu vegna leiks í 2. deild karla.  Tindastóll taldi Aftureldingu hafa notað ólöglegan leikmann, en dómstóllinn var því ekki sammála.
10. ágúst 2005
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Breiðabliki vegna leiks í 3. flokki kvenna þar sem Fylkir taldi Breiðablik hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
22. júní 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.
9. júní 2005
Aganefnd KSÍ hefur borist greinargerð frá framkvæmdastjóra sambandsins vegna ummæla Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, eftir leik Vals og ÍA í Landsbankadeild karla sem fram fór 23. maí síðastliðinn.
8. júní 2005
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti á þriðjudag leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur. Áfrýjunardómstóllinn staðfesti þar með úrskurð stjórnar KSÍ frá 14. apríl.
3. júní 2005
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Fram gegn Grindavík vegna leiks í U23 keppni karla, sem fram fór þann 24. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Fram dæmdur sigur í leiknum og Grindavík gert að greiða sekt.
30. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn Afríku vegna leiks í VISA-bikar karla, sem fram fór þann 20. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Augnabliki dæmdur sigur í leiknum og Afríku gert að greiða sekt.
17. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur hnekkt úrskurði stjórnar KSÍ um leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur, en Nói var úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann af stjórn KSÍ þann 14. apríl síðastliðinn.
6. maí 2005
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings og Vals í Reykjavíkurmóti 3. flokks kvenna sem fram fór 17. apríl síðastliðinn.
3. maí 2005
Á fundi aganefndar KSÍ 3. maí voru tveir leikmenn og einn aðstoðarþjálfari úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísana í leikjum í Deildarbikarnum.
19. apríl 2005
Á fundi aganefndar KSÍ 19. apríl, var leikmaður Víkings R., Björgvin Vilhjálmsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Breiðabliks og Víkings R. í 1. riðli A-deildar Deildarbikars karla 14. mars síðastliðinn.
18. apríl 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bjarni Ólafur Eiríksson lék ólöglegur með liði Vals í leik gegn ÍBV í Deildarbikarnum laugardaginn 16. apríl síðastliðinn.
15. apríl 2005
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. apríl að úrskurða tvo þjálfara í tveggja mánaða leikbann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur.
13. apríl 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Þróttar R. í leik gegn HK/Víkingi í Deildarbikarnum laugardaginn 2. apríl síðastliðinn. Úrslit leiksins standa óbreytt.
8. apríl 2005
Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Völsungs og Þórs vegna tímabundinna félagaskipta leikmannsins Baldurs Sigurðssonar. Nefndin úrskurðaði að tilkynning um tímabundin félagaskipti leikmannsins úr Völsungi yfir í Þór skyldi vera ógild.
5. apríl 2005
Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 5. apríl, var leikmaður Fjarðabyggðar, Goran Nikolic, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Leifturs/Dalvíkur og Fjarðabyggðar í 4. riðli B-deildar Deildarbikars karla 18. mars síðastliðinn.