4. apríl 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þrír leikmenn léku ólöglegir með félögum sínum í Deildarbikarnum í leikjum sem fram fóru 17. og 18. mars. Allir höfðu leikmennirnir fengið þrjár áminningar í keppninni og hefðu því átt að taka sjálfkrafa út leikbann í viðkomandi leikjum.
1. apríl 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Saso Durasevic lék ólöglegur með Leiftri/Dalvík í leik gegn Fjarðabyggð í Deildarbikarnum föstudaginn 18. mars síðastliðinn.
29. mars 2005
Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Hafsteinn Hafsteinsson lék ólöglegur með liði Núma í leik gegn Reyni S. í Deildarbikarnum sunnudaginn 20. mars síðastliðinn. Úrslitum leiksins hefur því verið breytt og þau skráð 3-0, Reyni í vil.
25. febrúar 2005
Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 25. febrúar, var leikmaður ÍBV, Einar Hlöðver Sigurðsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign ÍBV og Fylkis í R1-riðli A-deildar Deildarbikars karla 20. febrúar síðastliðinn.
23. febrúar 2005
Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst, líkt og gert er á hverju ári. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum um gul og rauð spjöld og því að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega.
1. febrúar 2005
Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 31. janúar, var leikmaðurinn Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, 2. fl. karla Fjölni, úrskurðaður í tímabundið keppnisbann í öllum leikjum á vegum KSÍ til þriggja mánaða vegna brottvísunar 23. janúar.
27. janúar 2005
Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Víkings R. og Leiknis R. vegna kröfu Víkings um að Leiknir verði beittur refsingum þar sem Leiknir hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins.
5. janúar 2005
Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Leiknis R. og Víkings R. vegna kröfu Leiknis um að Víkingur verði beittur refsingum þar sem þjálfari Víkings hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins. Niðurstaðan er sú að nefndin veitir Víkingi R. áminningu.
8. september 2004
1. september 2004
20. ágúst 2004
20. ágúst 2004
12. ágúst 2004
19. júlí 2004
15. júlí 2004
2. júlí 2004
2. júlí 2004
25. júní 2004