20. mars 2019
Af gefnu tilefni vill KSÍ koma því á framfæri að aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
27. febrúar 2019
Lið Þórs var ólöglega skipað í leik gegn Leikni R. í Lengjubikar karla þegar liðin mættust 23. febrúar síðastliðinn. Dino Gavric lék með Þór í leiknum, en er skráður í Fram.
12. október 2018
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 11. september 2018 á hendur knattspyrnudeildar Vals.
17. september 2018
Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í tengslum við leik Hugins og Völsungs 17. ágúst sl. í 2. deild karla hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að nýr leikur fari fram miðvikudaginn 19. september kl. 16.30.
16. september 2018
Vegna umfjöllunar um atvik í leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla þann 17. ágúst síðastliðinn, samskipti KSÍ og Völsungs vegna sama máls og niðurstöðu áfrýjunardómstóls, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri.
16. september 2018
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 3/2018, Knattspyrnudeild Völsungs gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Leikur Hugins Seyðisfirði og Völsungs Húsavík í 2. deild sem leikinn var 17. ágúst 2018 á Seyðisfjarðarvelli er ógildur og skal endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli.
13. september 2018
Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 11. september 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 4. september. Fram kemur í greinargerðinni að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. karla, í viðtali sem birtist þann 2. september 2018.
22. ágúst 2018
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest fjögurra leikja leikbann Gilles Daniel Mbang Ondo sem hann var úrskurðaður í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þann 31. júlí 2018.
6. júní 2018
Á fundi sínum, 5. júní síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 4/2018, Þór/KA/Hamrarnir gegn HK/Víking, vegna leiks liðanna í Íslandsmóti í 2. flokki kvenna þann 20. maí 2018. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.
30. apríl 2018
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 13. mars 2018 á hendur knattspyrnudeild Vals.
15. mars 2018
Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018.
19. september 2017
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í kærumáli nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, en Stjarnan hafði áfrýjað úrskurði nefndarinnar um að úrslit í leik Breiðablik 1 gegn Stjörnunni í Íslandsmóti  4. flokks kvenna a-liða skyldu standa óbreytt.
13. september 2017
fundi sínum, 12. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, vegna leiks liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts í 4. flokki kvenna þann 6. september 2017.
9. september 2017
Á fundi sínum, 5. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 5/2017, Afturelding gegn Selfossi, vegna leiks liðanna í 3. flokki karla þann 16. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.
1. september 2017
Á fundi sínum, 22. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 4/2017, Fylkir gegn ÍBV, vegna leiks liðanna í 2. flokki kvenna þann 1. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.
1. september 2017
Á fundi sínum, 1. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 6/2017, Valur gegn Fjölni, vegna leiks liðanna í 5. flokki karla þann 26. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði. 
16. ágúst 2017
Á fundi sínum, 15. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 2/2017 Einherji gegn KA vegna leiks liðanna í 4. flokki kvenna. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.
10. júlí 2017
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 4. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Afríku um kr. 50.000,- vegna ummæla Zakaría Elíasar Anbari, þjálfara félagsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu fotbolta.net.