24. september 2020
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 22. september að sekta ÍA vegna opinberra ummæla leikmannsins Arnars Más Guðjónssonar.
22. september 2020
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 22. september var leikmaður Njarðvíkur, Marc Mcausland, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Kára í 2. deild karla þann 13. september.
16. júlí 2020
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð sinn í kærumáli nr. 5/2020 er varða ummæli leikmanns Skallagríms í leik gegn Berserkjum í 4. deild karla þann 10. júlí síðastliðinn.
24. júní 2020
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 23. júní var Þór úrskurðað til að greiða kr. 50.000 í sekt vegna veðmálaauglýsinga.
18. júní 2020
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 16. júní var Elliði dæmt til að greiða kr. 50.000 í sekt vegna ummæla á Twitter.
8. júní 2020
KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2019.
29. maí 2020
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 28. maí síðastliðnum breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og breytingar á starfsreglum aga- og úrskurðarnefndar.
8. janúar 2020
Lið Þróttar R. var ólöglega skipað í leik gegn Fjölni í Reykjavíkurmóti karla þegar liðin mættust 4. janúar síðastliðinn.
18. desember 2019
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 17. desember var leikmaður Augnabliks, Haukur Baldvinsson, úrskurðaður í fjögurra leikja bann.
26. september 2019
Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 24. september hefur verið leiðréttur í samræmi við ákvæði 9.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
13. september 2019
Þann 11. september kom áfrýjunardómstóll KSÍ saman og tók fyrir mál nr. 2/2019 - Knattspyrnudeild Vals gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
5. september 2019
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í fimm málum og er hægt að lesa sér til um það hér.
4. september 2019
Á fundi sínum, 3. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 8/2019, KR gegn Fylki, vegna leiks liðanna í Íslandsmóti í 2. flokki karla þann 13. ágúst 2019.
30. ágúst 2019
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 27. ágúst var leikmaður Magna, Gauti Gautason, úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í lok leiks Magna og Njarðvíkur í Inkasso-deild karla þann 24. ágúst.
13. júní 2019
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefnd um 5 leikja bann Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR. KR og Björgvin áfrýjuðu niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar til áfrýjunardómstólsins.
6. júní 2019
Aga- og úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli nr 3/2019. Björgvin Stefánsson leikmaður KR, skal sæta leikbanni í 5 leiki og Haukum gert að greiða sekt.
2. apríl 2019
Lið ÍBV var ólöglega skipað í leik gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna þegar liðin mættust 23. mars síðastliðinn. Sara Suzanne Small og Laura Ruzugue léku með ÍBV í leiknum, en eru skráðar í erlend félög.
25. mars 2019
Lið KB var ólöglega skipað í leik gegn Berserkjum í Lengjubikar karla þegar liðin mættust 16. mars síðastliðinn. Arnór Ingi Guðjónsson lék með KB í leiknum, en er skráður í Leikni R.