Verslun
Leit
Kosningar í bráðabirgðastjórn á aukaþingi
Stjórn
Ársþing

Á fundi stjórnar KSÍ 11. október var rætt um skipan varaformanna og skipan í nefndir. Nýir formenn voru skipaðir í nefndir og í einstaka tilfellum var nýjum aðilum bætt við, en eftir stendur að skipa í nokkur sæti og verður það gert á næsta fundi.

Stjórnin samþykkti að skipa Margréti Sanders formann kjaranefndar og Kristrún Heimisdóttir, sem kjörin var varamaður í kjaranefnd á ársþinginu 2020, tekur sæti í nefndinni.

Tillaga Vöndu Sigurgeirsdóttir formanns KSÍ um Borghildi Sigurðardóttur sem fyrsta varaformann og Valgeir Sigurðsson sem annan varaformann var samþykkt.

Skoða nánar í fundargerð

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.